Jón Arnór: Erum besta varnarlið landsins og verðum meistarar á því Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:00 Jón Arnór var léttur eftir sigurinn í gærkvöld s2 sport KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15