Ríkið bjóði upp á eiginfjárlán til íbúðarkaupa á lágum vöxtum Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2019 20:00 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á kynningarfundinum í dag. Kristinn Magnússon Ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð verður gefinn kostur á sérstökum eiginfjárlánum sem verða með lágum vöxtum í fimm ár ofan á önnur hefðbundin húnsæðislán til að auðvelda því að komast í eigið húsnæði. Þá verða lög um ráðstöfun séreignarsparnaðar til húsnæðiskaupa rýmkuð og fólki sem missti húsnæði sitt í hruninu gert auðveldara að eignast nýjar íbúðir. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp á síðasta ári til að gera tillögur um hvernig mætti auðvelda tekjulágum og ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn undir formennsku Frosta Sigurjónssonar. Tillögur starfshópsins eru margar og ólíkar. En þær miða allar að því að auðvelda fólki, þá sérstaklega ungu fólki, fyrstu kaup á íbúðum. Sumar þessara tillagna hafa nú þegar komið til framkvæmda. Ein af fjórtán tillögum starfshópsins er að ríkið veiti startlán með háum veðhlutföllum og hagstæðum kjörum til afmarkaðra hópa. Önnur tillaga er um svo kölluð eiginfjárlán til þeirra sem eiga erfitt með að brúa það bil sem lánastofnanir lána ekki fyrir. Slík lán gætu numið allt að 15 til 30% af kaupverði og væru án afborgana. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir stjórnvöld horfa sérstaklega til þessarar tillögu. „Við erum auðvitað búin að eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar tillögur sem þarna eru. Við erum sammála um að skoða til dæmis þessi eiginfjárlán áfram. Við erum líka sammála um það sem snýr að lífeyrissparnaðinum. Menn geti nýtt hluta af sínum lífeyrissparnaði inn á fasteignalán,” segir Ásmundur Einar. Það hefur fólk getað gert með séreignarsparnað sinn frá árinu 2015 og verður það úrræði framlengt um tvö ár. Þá verður fólki einnig gert kleift að nýta svo kallaða tilgreinda séreign upp á 3,5 prósent af launum skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Ráðherra segir að nú þurfi að fara yfir tillögur starfshópsins og leggja síðan fram frumvörp vegna þeirra tillagna sem teknar verði upp á haustþingi. Breytingar leiði til að húsnæðiskostnaður verði aldrei meiri en 25 prósent af tekjum. „Markmiðið núna í heildaraðgerðum um húsnæðismálanna er að okkur takist í fyrsta lagi að húsnæðisverðið sé ekki sá þáttur sem rjúfi þá sátt sem búið er að mynda. Það held ég að allar tillögurnar sem búið er að vinna í húsnæðismálum geri. Síðan að við tökum sérstaklega utanum þessa tekjulægri hópa. Sama hvort þeir eru á leigumarkaði eða vilji komast í eigið húsnæði,” segir Ásmundur Einar. Þá verði þeim sem misstu húsnæði sitt í hruninu gert kleift að nýta úrræði fyrstu kaupenda hafi þeir ekki átt húsnæði í tvö ár segir í tillögum hópsins, en fimm ár samkvæmt tillögum sem ríkisstjórnin kynnti í fyrrakvöld.Hér má sjá tillögur hópsins í heild sinni. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. 4. apríl 2019 18:45 Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð verður gefinn kostur á sérstökum eiginfjárlánum sem verða með lágum vöxtum í fimm ár ofan á önnur hefðbundin húnsæðislán til að auðvelda því að komast í eigið húsnæði. Þá verða lög um ráðstöfun séreignarsparnaðar til húsnæðiskaupa rýmkuð og fólki sem missti húsnæði sitt í hruninu gert auðveldara að eignast nýjar íbúðir. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp á síðasta ári til að gera tillögur um hvernig mætti auðvelda tekjulágum og ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn undir formennsku Frosta Sigurjónssonar. Tillögur starfshópsins eru margar og ólíkar. En þær miða allar að því að auðvelda fólki, þá sérstaklega ungu fólki, fyrstu kaup á íbúðum. Sumar þessara tillagna hafa nú þegar komið til framkvæmda. Ein af fjórtán tillögum starfshópsins er að ríkið veiti startlán með háum veðhlutföllum og hagstæðum kjörum til afmarkaðra hópa. Önnur tillaga er um svo kölluð eiginfjárlán til þeirra sem eiga erfitt með að brúa það bil sem lánastofnanir lána ekki fyrir. Slík lán gætu numið allt að 15 til 30% af kaupverði og væru án afborgana. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir stjórnvöld horfa sérstaklega til þessarar tillögu. „Við erum auðvitað búin að eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar tillögur sem þarna eru. Við erum sammála um að skoða til dæmis þessi eiginfjárlán áfram. Við erum líka sammála um það sem snýr að lífeyrissparnaðinum. Menn geti nýtt hluta af sínum lífeyrissparnaði inn á fasteignalán,” segir Ásmundur Einar. Það hefur fólk getað gert með séreignarsparnað sinn frá árinu 2015 og verður það úrræði framlengt um tvö ár. Þá verður fólki einnig gert kleift að nýta svo kallaða tilgreinda séreign upp á 3,5 prósent af launum skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Ráðherra segir að nú þurfi að fara yfir tillögur starfshópsins og leggja síðan fram frumvörp vegna þeirra tillagna sem teknar verði upp á haustþingi. Breytingar leiði til að húsnæðiskostnaður verði aldrei meiri en 25 prósent af tekjum. „Markmiðið núna í heildaraðgerðum um húsnæðismálanna er að okkur takist í fyrsta lagi að húsnæðisverðið sé ekki sá þáttur sem rjúfi þá sátt sem búið er að mynda. Það held ég að allar tillögurnar sem búið er að vinna í húsnæðismálum geri. Síðan að við tökum sérstaklega utanum þessa tekjulægri hópa. Sama hvort þeir eru á leigumarkaði eða vilji komast í eigið húsnæði,” segir Ásmundur Einar. Þá verði þeim sem misstu húsnæði sitt í hruninu gert kleift að nýta úrræði fyrstu kaupenda hafi þeir ekki átt húsnæði í tvö ár segir í tillögum hópsins, en fimm ár samkvæmt tillögum sem ríkisstjórnin kynnti í fyrrakvöld.Hér má sjá tillögur hópsins í heild sinni.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. 4. apríl 2019 18:45 Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. 4. apríl 2019 18:45
Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16
Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18