Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Ari Brynjólfsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Skólameistarar sem sent hafa inn umsagnir vegna sálfræðiþjónustu segja þörfina mikla. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira