Borche: Þurfum bara að stoppa einn mann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 4. apríl 2019 21:43 Borce er þjálfari ÍR. vísir/daníel ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45