Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 14:47 Trump segir ekki koma til greina að opinbera skattaskýrslur sínar. AP/Susan Walsh Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira