Dregur úr trúverðugleika seðlabankans Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. apríl 2019 11:55 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði seðlabankans í kjarasamningum. Vísir/vilhelm „Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson. Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson.
Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira