Innlent

Vilja halda aftur af gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga

Samúel Karl Ólason skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður, og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri, Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður, og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri, Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga mælast til þess við sveitarfélögin að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu, umfram það sem þegar er komið til framkvæmda, og þá til að stuðla að verðstöðugleika.

Þá mæla þau Aldís Hafsteinsdóttir, formaður, og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri, til þess að á næsta ári hækki gjaldskrár sveitarfélaga um 2,5 prósent að hámarki og minna ef verðbólga verði lægri. Aldís og Karl hafa skrifað undir yfirlýsingu vegna lífskjarasamninga 2019-2022,



Í tilkynningu frá Sambandinu segir að yfirlýsingin sé framlag þess á lokastigum kjaraviðræðna. Það sé gert vegna kröfu samningsaðila að sambandið beindi því til sveitarfélaga að haga gjaldskrármálum sínum í samræmi við sams konar yfirlýsingu frá ríkinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×