Forréttindakrónan og hin Hanna Katrín Friðriksson skrifar 4. apríl 2019 07:00 Það er ekki nóg með að við búum hér við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims heldur er íslensku krónunni í reynd skipt í tvennt. Annars vegar er það sú verðtryggða, það er forréttindakrónan. Verðtryggingin sem þessi króna nýtur veldur því að hún heldur verðgildi sínu hvað sem á gengur. Hin krónan, sú sem við fáum launin okkar greidd í, er ekki jafn dugleg að halda verðgildi sínu enda gengur ýmislegt á í lífi örgjaldmiðils í sveiflukenndu hagkerfi. Það eru í sjálfu sér ekkert annað en lágmarkskröfur sem hægt er að gera til gjaldmiðils í vestrænu nútímahagkerfi að hann haldi almennt verðgildi sínu. En við erum að tala um krónuhagkerfið okkar og í þeim veruleika eru það forréttindi. Verðtryggð forréttindi. Í samanburði við verðtryggðu krónuna er launakrónan óttalegur vesalingur. Það er sú króna sem þorri almennings hefur til að spila með frá degi til dags. Munurinn þarna á milli er bagginn á herðum íslensku þjóðarinnar. Baggi sem felur í sér strit launafólks við að greiða lán í forréttindakrónum með launakrónum. Staðreyndin er nefnilega sú að verðtryggingin bitnar hrikalega á íslenskum almenningi. Stærsti hluti kostnaðarins við íslenskan örgjaldmiðil felst í viðvarandi hærri vöxtum hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Þar að auki lenda íslensk fyrirtæki reglulega í hagsveiflurússíbana sem fer hér í mun stærri sveiflur en þekkist víðast annars staðar. Uppsveiflan er frábær, en svo kemur að skuldadögum. Áreiðanleg áætlanagerð reynist því mörgum erfið þar sem óvissuþátturinn er mjög stór og sveiflurnar miklar. Heimilin taka verðbólguskellinn í gegnum launakrónurnar sínar og útflutningsgreinarnar okkar þurfa að aðlagast óstöðugasta starfsumhverfi í hinum vestræna heimi. Íslenskir neytendur mega svo búa við það að íslenska krónan, báðar útgáfurnar, eru ástæða þess að samhengi launa og kaupmáttar er annað og minna en það ætti að vera. Hverjum er þessi staða sérstakt keppikefli? Af hverju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki nóg með að við búum hér við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims heldur er íslensku krónunni í reynd skipt í tvennt. Annars vegar er það sú verðtryggða, það er forréttindakrónan. Verðtryggingin sem þessi króna nýtur veldur því að hún heldur verðgildi sínu hvað sem á gengur. Hin krónan, sú sem við fáum launin okkar greidd í, er ekki jafn dugleg að halda verðgildi sínu enda gengur ýmislegt á í lífi örgjaldmiðils í sveiflukenndu hagkerfi. Það eru í sjálfu sér ekkert annað en lágmarkskröfur sem hægt er að gera til gjaldmiðils í vestrænu nútímahagkerfi að hann haldi almennt verðgildi sínu. En við erum að tala um krónuhagkerfið okkar og í þeim veruleika eru það forréttindi. Verðtryggð forréttindi. Í samanburði við verðtryggðu krónuna er launakrónan óttalegur vesalingur. Það er sú króna sem þorri almennings hefur til að spila með frá degi til dags. Munurinn þarna á milli er bagginn á herðum íslensku þjóðarinnar. Baggi sem felur í sér strit launafólks við að greiða lán í forréttindakrónum með launakrónum. Staðreyndin er nefnilega sú að verðtryggingin bitnar hrikalega á íslenskum almenningi. Stærsti hluti kostnaðarins við íslenskan örgjaldmiðil felst í viðvarandi hærri vöxtum hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Þar að auki lenda íslensk fyrirtæki reglulega í hagsveiflurússíbana sem fer hér í mun stærri sveiflur en þekkist víðast annars staðar. Uppsveiflan er frábær, en svo kemur að skuldadögum. Áreiðanleg áætlanagerð reynist því mörgum erfið þar sem óvissuþátturinn er mjög stór og sveiflurnar miklar. Heimilin taka verðbólguskellinn í gegnum launakrónurnar sínar og útflutningsgreinarnar okkar þurfa að aðlagast óstöðugasta starfsumhverfi í hinum vestræna heimi. Íslenskir neytendur mega svo búa við það að íslenska krónan, báðar útgáfurnar, eru ástæða þess að samhengi launa og kaupmáttar er annað og minna en það ætti að vera. Hverjum er þessi staða sérstakt keppikefli? Af hverju?
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun