Erlent

May og Cor­byn segja við­ræðurnar hafa verið „upp­byggi­legar“

Atli Ísleifsson skrifar
Jeremy Corbyn er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Bretlandi og formaður Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Bretlandi og formaður Verkamannaflokksins. Getty
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segja viðræður þeirra um útgöngu Bretlands úr ESB hafa verið „uppbyggilegar“.

May og Corbyn funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um.

BBC greinir frá því að May og Corbyn hafi bæði skipað samningahóp sem munu koma saman síðar í kvöld og leggja línurnar fyrir morgundaginn. Samningaviðræður munu standa yfir allan daginn. Talsmaður stjórnar May segir deiluaðila báða hafa sýnt af sér sveigjanleika.

Breska stjórnin er með frest til 12. apríl að leggja fram áætlun í Brexit-málum sem ESB þarf að samþykkja. Ellegar mun Bretland ganga úr sambandinu án samnings.

May lagði til í gær að þau Corbyn myndu ræða saman og ná samkomulagi sem breska þingið myndi greiða atkvæði um fyrir 10. apríl. Leiðtogaráð ESB kemur framan til aukafundar þann dag vegna Brexit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×