Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 15:57 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær risu úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016. Í dómsorði segir að ákærðu sæti hvor um sig fangelsi í þrjá mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi ákærðu almennt skilorð en konurnar hafa hvorugar brotið af sér áður. Þær voru sakfelldar í þremur ákæruliðum af fjórum en ákærðu voru dæmdar til að greiða allan sakarkostnað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konurnar hefðu ekki raskað öryggi flugvélarinnar. Tilgangurinn með uppátæki kvennanna var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ósanngjarn dómur sem kemur á óvart Konurnar segja í samtali við fréttastofu að þær séu afar hissa á dómnum. Hann sé afar ósanngjarn. Jórunni og Ragnheiði finnst líklegt að þær komi til með að áfrýja dómnum til Landsréttar en þær ætli að gefa sér daginn í dag til að gaumgæfa málið nánar með lögmönnum sínum. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars síðastliðinn, tæpum þremur árum eftir atburðinn. Páll Bergþórsson, lögmaður Jórunnar Eddu, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun um mögulega áfrýjun dómsins muni liggja fyrir á morgun. Hann hefur áður sagt að ákæruvaldið hafi ekki náð að færa sönnur á þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Jórunni og Ragnheiði.Hér að neðan er viðtal sem Sighvatur Jónsson fréttamaður tók við Jórunni og Ragnheiði í dag. Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær risu úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016. Í dómsorði segir að ákærðu sæti hvor um sig fangelsi í þrjá mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi ákærðu almennt skilorð en konurnar hafa hvorugar brotið af sér áður. Þær voru sakfelldar í þremur ákæruliðum af fjórum en ákærðu voru dæmdar til að greiða allan sakarkostnað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konurnar hefðu ekki raskað öryggi flugvélarinnar. Tilgangurinn með uppátæki kvennanna var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ósanngjarn dómur sem kemur á óvart Konurnar segja í samtali við fréttastofu að þær séu afar hissa á dómnum. Hann sé afar ósanngjarn. Jórunni og Ragnheiði finnst líklegt að þær komi til með að áfrýja dómnum til Landsréttar en þær ætli að gefa sér daginn í dag til að gaumgæfa málið nánar með lögmönnum sínum. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars síðastliðinn, tæpum þremur árum eftir atburðinn. Páll Bergþórsson, lögmaður Jórunnar Eddu, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun um mögulega áfrýjun dómsins muni liggja fyrir á morgun. Hann hefur áður sagt að ákæruvaldið hafi ekki náð að færa sönnur á þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Jórunni og Ragnheiði.Hér að neðan er viðtal sem Sighvatur Jónsson fréttamaður tók við Jórunni og Ragnheiði í dag.
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15
Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00
Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38