Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn eru bæði afar óvinsæl vegna framgöngu þeirra í Brexit-málum. Þau hittast til fundar í dag. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að freista þess að finna lausn á Brexit-þráteflinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir mjög líklegt að Bretar gangi úr sambandinu án samnings í næstu viku. Frestur á útgöngu Bretlands sem Evrópusambandið veitti rennur út föstudaginn 12. apríl. Hvorki hefur gengið né rekið hjá May forsætisráðherra að koma útgöngusamningi við sambandið í gegnum breska þingið. Þingmenn höfnuðu honum í þriðja skipti í síðustu viku. Staðan hefur nú rekið May í fang Corbyn en þau byrjuðu að funda klukkan hálf eitt að íslenskum tíma í dag. Corbyn hefur boðað skuggaráðuneyti sitt til fundar síðdegis til að ræða það sem þeim May fór á milli. Ákvörðun May um að leita til Corbyn hefur fallið í grýttan jarðveg hjá flokkssystkinum hennar. Þannig sagði Nigel Adams, ráðherra málefna Wales, af sér vegna hennar. Fyrr í dag ávarpaði Juncker Evrópuþingið og ítrekaði að frekari skammtímafrestun á útgöngu Breta væri ekki í boði af hálfu sambandsins. Breskir þingmenn yrðu að samþykkja útgöngusamning May fyrir föstudag. Annað hvort yrðu Bretar að ganga úr sambandinu án samnings að biðja um langa frestun. „Eftir 12. apríl eigum við á hættu að setja Evrópuþingskosningar úr skorðum og ógna þannig starfsemi Evrópusambandsins,“ sagði Juncker Evrópuþingmönnum. Fyrir sitt leyti hefur May ekki útilokað að Bretar gætu tekið þátt í Evrópuþingskosningum neyðist hún til að fara fram á langtímafrestun á Brexit, að sögn The Guardian. Hennar markmið væri þó að samþykkja útgöngusamning sem fyrst þannig að af útgöngunni verði 22. maí. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að fresta útgöngunni þar til þá samþykki Bretar útgöngusamning fyrir 12. apríl. Juncker virtist þó ekki bjartsýnn á að breska þinginu auðnaðist að ná samkomulagi á næstunni. „Ég trúi því að „enginn samningur“ á miðnætti 12. apríl sé nú mjög líkleg sviðsmynd. Það er ekki niðurstaðan sem ég vil en það er niðurstaða sem ég hef tryggt að Evrópusambandið er tilbúið fyrir,“ sagði hann. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Fer fram á lengri Brexit-frest Ætlar að funda með Jeremy Corbyn. 2. apríl 2019 22:59 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt undan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að freista þess að finna lausn á Brexit-þráteflinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir mjög líklegt að Bretar gangi úr sambandinu án samnings í næstu viku. Frestur á útgöngu Bretlands sem Evrópusambandið veitti rennur út föstudaginn 12. apríl. Hvorki hefur gengið né rekið hjá May forsætisráðherra að koma útgöngusamningi við sambandið í gegnum breska þingið. Þingmenn höfnuðu honum í þriðja skipti í síðustu viku. Staðan hefur nú rekið May í fang Corbyn en þau byrjuðu að funda klukkan hálf eitt að íslenskum tíma í dag. Corbyn hefur boðað skuggaráðuneyti sitt til fundar síðdegis til að ræða það sem þeim May fór á milli. Ákvörðun May um að leita til Corbyn hefur fallið í grýttan jarðveg hjá flokkssystkinum hennar. Þannig sagði Nigel Adams, ráðherra málefna Wales, af sér vegna hennar. Fyrr í dag ávarpaði Juncker Evrópuþingið og ítrekaði að frekari skammtímafrestun á útgöngu Breta væri ekki í boði af hálfu sambandsins. Breskir þingmenn yrðu að samþykkja útgöngusamning May fyrir föstudag. Annað hvort yrðu Bretar að ganga úr sambandinu án samnings að biðja um langa frestun. „Eftir 12. apríl eigum við á hættu að setja Evrópuþingskosningar úr skorðum og ógna þannig starfsemi Evrópusambandsins,“ sagði Juncker Evrópuþingmönnum. Fyrir sitt leyti hefur May ekki útilokað að Bretar gætu tekið þátt í Evrópuþingskosningum neyðist hún til að fara fram á langtímafrestun á Brexit, að sögn The Guardian. Hennar markmið væri þó að samþykkja útgöngusamning sem fyrst þannig að af útgöngunni verði 22. maí. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að fresta útgöngunni þar til þá samþykki Bretar útgöngusamning fyrir 12. apríl. Juncker virtist þó ekki bjartsýnn á að breska þinginu auðnaðist að ná samkomulagi á næstunni. „Ég trúi því að „enginn samningur“ á miðnætti 12. apríl sé nú mjög líkleg sviðsmynd. Það er ekki niðurstaðan sem ég vil en það er niðurstaða sem ég hef tryggt að Evrópusambandið er tilbúið fyrir,“ sagði hann.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Fer fram á lengri Brexit-frest Ætlar að funda með Jeremy Corbyn. 2. apríl 2019 22:59 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt undan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51
May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49