Framlag stjórnvalda til lífskjarasamninga metið á hundrað milljarða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 10:51 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Framlag ríkisstjórnarinnar til hinna svokölluðu lífskjarasamninga er metið á hundrað milljarða króna á gildistíma þeirra samkvæmt heimildum Kjarnans. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar sé þróun Keldnalands undir íbúðabyggð, hækkun ráðstöfunartekna í lægsta skattþrepinu um tíu þúsund krónur á mánuði og nýjar leiðir til að hjálpa við kaup á húsnæði. Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefja skipulagningu Keldnalands var á meðal tillagna sem átakshópur í húsnæðismálum gerði grein fyrir í lok janúar. Hópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af „Carlsberg-ákvæðinu“ að danskri fyrirmynd með áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu í gærkvöldi var Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tíðrætt um úrræði til handa ungu fólki og sér í lagi ungum foreldrum sem er hópur sem hefur setið eftir í launaþróun. Aðgerðir stjórnvalda snúist þannig fyrst og fremst um að draga úr vægi verðtryggingar, húsnæðismál og ungt fólk.Sjá nánar: Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðumHeimildir Kjarnans herma að framlengja eigi um tvö ár heimildina að nota séreignasparnað til að greiða inn á lán. Þar segir jafnframt að kanna eigi að veita sérstök hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupenda sem myndu þá bera lægri vexti og afborganir fyrstu árin. Þetta myndi auðvelda hópnum að komast inn á eignamarkað. Til skoðunar sé þá einnig að hækka skerðingarmörk barnabóta í 325 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði á árinu 2020 og þá í tólf mánuði frá byrjun árs 2021. Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35 Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Framlag ríkisstjórnarinnar til hinna svokölluðu lífskjarasamninga er metið á hundrað milljarða króna á gildistíma þeirra samkvæmt heimildum Kjarnans. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar sé þróun Keldnalands undir íbúðabyggð, hækkun ráðstöfunartekna í lægsta skattþrepinu um tíu þúsund krónur á mánuði og nýjar leiðir til að hjálpa við kaup á húsnæði. Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefja skipulagningu Keldnalands var á meðal tillagna sem átakshópur í húsnæðismálum gerði grein fyrir í lok janúar. Hópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af „Carlsberg-ákvæðinu“ að danskri fyrirmynd með áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu í gærkvöldi var Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tíðrætt um úrræði til handa ungu fólki og sér í lagi ungum foreldrum sem er hópur sem hefur setið eftir í launaþróun. Aðgerðir stjórnvalda snúist þannig fyrst og fremst um að draga úr vægi verðtryggingar, húsnæðismál og ungt fólk.Sjá nánar: Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðumHeimildir Kjarnans herma að framlengja eigi um tvö ár heimildina að nota séreignasparnað til að greiða inn á lán. Þar segir jafnframt að kanna eigi að veita sérstök hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupenda sem myndu þá bera lægri vexti og afborganir fyrstu árin. Þetta myndi auðvelda hópnum að komast inn á eignamarkað. Til skoðunar sé þá einnig að hækka skerðingarmörk barnabóta í 325 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði á árinu 2020 og þá í tólf mánuði frá byrjun árs 2021.
Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35 Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29
Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35
Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16
Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03