Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 08:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01