Kínversk kona handtekin í klúbbi Trump á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 08:06 Trump hefur varið stórum hluta forsetatíðar sínar í einkaklúbbi sínum Mar-a-Lago á Flórída. Klúbburinn er opinn félögum og gestum á meðan forsetinn dvelur þar. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan handtók kínverska konu í Mar-a-Lago, klúbbi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á Flórída á laugardag. Konan er meðal annars sögð hafa verið með minniskubb með tölvuóværu í fórum sínum. Trump forseti var í klúbbnum við golfleik um helgina.Reuters-fréttastofan segir að konan hafi verið ákærð fyrir að ljúga að yfirvöldum og að fara inn á afmarkað svæði. Konan hafi farið í gegnum öryggiseftirlit leyniþjónustunnar til að komast inn í klúbbinn. Þar hafi hún framvísað tveimur kínverskum vegabréfum. Henni var hleypt inn þar sem talið var að hún væri ættingi félaga í klúbbnum. Grunsemdir vöknuðu þó þegar konan átti bágt með að útskýra hvers vegna hún heimsótti Mar-a-Lago. Sagðist hún upphaflega vera þar til að vera viðstödd samkomu Sameinuðu þjóðanna fyrir Bandaríkjamenn af kínverskum ættum. Enginn slíkur viðburður var þó að dagskrá klúbbsins. Gerði starfsmaður leyniþjónustunni sem annast öryggi forsetans viðvart sem handtók konuna. Við leit fundir fjórir farsímar, fartölva, utanáliggjandi harður diskur og minniskubbur. Rannsókn á minniskubbnum benti til þess að á honum væri tölvuóværa. Konan tjáði sig ekki þegar mál hennar var tekið fyrir í dómstól á Flórída í gær. Við yfirheyrslur á hún að hafa sagst farið til Flórída að ósk kínversks vinar sem bað hana um að reyna að hitta fjölskyldu forsetans og ræða um efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Kína, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Kína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan handtók kínverska konu í Mar-a-Lago, klúbbi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á Flórída á laugardag. Konan er meðal annars sögð hafa verið með minniskubb með tölvuóværu í fórum sínum. Trump forseti var í klúbbnum við golfleik um helgina.Reuters-fréttastofan segir að konan hafi verið ákærð fyrir að ljúga að yfirvöldum og að fara inn á afmarkað svæði. Konan hafi farið í gegnum öryggiseftirlit leyniþjónustunnar til að komast inn í klúbbinn. Þar hafi hún framvísað tveimur kínverskum vegabréfum. Henni var hleypt inn þar sem talið var að hún væri ættingi félaga í klúbbnum. Grunsemdir vöknuðu þó þegar konan átti bágt með að útskýra hvers vegna hún heimsótti Mar-a-Lago. Sagðist hún upphaflega vera þar til að vera viðstödd samkomu Sameinuðu þjóðanna fyrir Bandaríkjamenn af kínverskum ættum. Enginn slíkur viðburður var þó að dagskrá klúbbsins. Gerði starfsmaður leyniþjónustunni sem annast öryggi forsetans viðvart sem handtók konuna. Við leit fundir fjórir farsímar, fartölva, utanáliggjandi harður diskur og minniskubbur. Rannsókn á minniskubbnum benti til þess að á honum væri tölvuóværa. Konan tjáði sig ekki þegar mál hennar var tekið fyrir í dómstól á Flórída í gær. Við yfirheyrslur á hún að hafa sagst farið til Flórída að ósk kínversks vinar sem bað hana um að reyna að hitta fjölskyldu forsetans og ræða um efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Kína, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Kína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira