„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 23:34 Vilhjálmur Birgisson í húsnæði ríkissáttasemjara. FBL/Sigtryggur Ari „Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16
Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33