„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 23:34 Vilhjálmur Birgisson í húsnæði ríkissáttasemjara. FBL/Sigtryggur Ari „Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16
Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33