Miðflokkurinn sækir verulega í sig veðrið Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2019 15:40 Svo virðist sem landsmenn séu að komast á þá skoðun að þingmenn Miðflokksins, sem á undaförnum vikum og mánuðum hafa verið kenndir við Klaustur, hafi verið hafðir fyrir rangri sök. visir/vilhelm Í nýrri könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna kemur það á daginn að miðað við síðustu mælingu hefur fylgi Miðflokksins aukist um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða. Segjast nú níu prósent munu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú.Miðflokkurinn stelur fylgi frá Sósíalistum Svo virðist að Miðflokkurinn sé að ná vopnum sínum eftir dýfu sem fylgið tók og rekja má til Klausturmálsins svokallaða. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka nema að fylgi Sósalistaflokksins minnkar um rúmlega eitt prósent frá síðustu könnun, en nú segjast tæp fjögur prósent vilja kjósa flokkinn. Því er það svo, ef menn vilja lesa hreyfingar á fylgi í þetta, beint af augum, að svo virðist í fljótu bragði að Miðflokkurinn sé að stela fylgi frá Sósíalistum. Hvað skýrir þær vendingar liggur hins vegar ekki fyrir.Samkvæmt þessari mynd verður ekki betur séð en landsmenn séu tilltölulega ánægðir með stöðu mála.gallupSjálfstæðisflokkurinn er með fjórðung atkvæða samkvæmt þessari könnun, Samfylkingin nýtur 16 prósenta fylgis, Píratar og Vinstri grænir fá í könnuninni 12 prósent. Rúmlega tíu prósent myndu kjósa Viðreisn, níu prósent Framsóknarflokkinn og tæplega 4 prósent Flokk fólksins.Landsmenn ánægðir með ríkisstjórnina Þá kemur fram, í tilkynningu frá Gallup, að rúm 13 prósent myndu skila auðu eða kjósa ekki. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Einnig kemur fram að sitjandi ríkisstjórn nýtur meiri stuðnings en samanlagt fylgi þeirra flokka er sem að henni stendur eða 48 prósenta fylgis. Sem er talsvert meira fylgi en forverar hennar nutu þegar verst lét á þeim bæ. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar mældist með 30 prósenta stuðning þegar hún fór frá völdum og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 2013 til 2016 var með 37 prósenta fylgi. Af þessu má ráða í þeim samanburði að landsmenn séu tiltölulega ánægðir með ríkisstjórnina sem siglir þannig lygnan sjó. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna kemur það á daginn að miðað við síðustu mælingu hefur fylgi Miðflokksins aukist um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða. Segjast nú níu prósent munu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú.Miðflokkurinn stelur fylgi frá Sósíalistum Svo virðist að Miðflokkurinn sé að ná vopnum sínum eftir dýfu sem fylgið tók og rekja má til Klausturmálsins svokallaða. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka nema að fylgi Sósalistaflokksins minnkar um rúmlega eitt prósent frá síðustu könnun, en nú segjast tæp fjögur prósent vilja kjósa flokkinn. Því er það svo, ef menn vilja lesa hreyfingar á fylgi í þetta, beint af augum, að svo virðist í fljótu bragði að Miðflokkurinn sé að stela fylgi frá Sósíalistum. Hvað skýrir þær vendingar liggur hins vegar ekki fyrir.Samkvæmt þessari mynd verður ekki betur séð en landsmenn séu tilltölulega ánægðir með stöðu mála.gallupSjálfstæðisflokkurinn er með fjórðung atkvæða samkvæmt þessari könnun, Samfylkingin nýtur 16 prósenta fylgis, Píratar og Vinstri grænir fá í könnuninni 12 prósent. Rúmlega tíu prósent myndu kjósa Viðreisn, níu prósent Framsóknarflokkinn og tæplega 4 prósent Flokk fólksins.Landsmenn ánægðir með ríkisstjórnina Þá kemur fram, í tilkynningu frá Gallup, að rúm 13 prósent myndu skila auðu eða kjósa ekki. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Einnig kemur fram að sitjandi ríkisstjórn nýtur meiri stuðnings en samanlagt fylgi þeirra flokka er sem að henni stendur eða 48 prósenta fylgis. Sem er talsvert meira fylgi en forverar hennar nutu þegar verst lét á þeim bæ. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar mældist með 30 prósenta stuðning þegar hún fór frá völdum og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 2013 til 2016 var með 37 prósenta fylgi. Af þessu má ráða í þeim samanburði að landsmenn séu tiltölulega ánægðir með ríkisstjórnina sem siglir þannig lygnan sjó.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira