Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 07:51 Evrópskir ráðamenn eru sagðir forviða á að Bretar hafi enn ekki komið sér saman um hvað þeir vilja þrátt fyrir að þeir hafi upphaflega ætlað sér að ganga úr ESB í síðustu viku. Vísir/EPA Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira