Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Ari Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2019 06:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira