Sleggjan í Fjölskyldugarðinn og hringekjan gerð upp Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2019 13:07 Hringekjan hefur þurft að þola íslenskra veðráttu í um tuttugu ár og er kominn tími á andlitslyftingu. Vísir/Atli Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa tekið eftir að lítið er eftir af hringekjunni sem staðið hefur í garðinum síðustu ár og áratugi. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að verið sé að gera hringekjuna upp og að mikið standi til í garðinum á næstu mánuðum. Þorkell segir að þannig verði Sleggjan, sem var eitt helsta aðdráttarafl Smáratívolís í Smáralind sem nýverið lokaði, sett saman og opnuð í Fjölskyldugarðinum í sumar. Hann segir að ákveðið hafi verið að taka hringekjuna í Húsdýragarðinum í sundur og gera hana upp þar sem hún hafi verið mjög slitin. „Hún var smíðuð fyrir um tuttugu árum og er búin að standa úti og þola íslenska veðráttu síðan. Hún var því orðin mjög illa farin og er verið að taka hana í gegn.“ Þorkell segir að hringekjan hafi verið tekin í sundur og einingar sendar til framleiðandans á Ítalíu þar sem þær eru málaðar upp á nýtt. Verði hringekjan svo sett saman á ný og standi vonir til að það gerist í maí, fyrir sumarvertíðina. „Það fer eftir því hvernig gengur að gera við þessa hluti úti.“ Sleggjan svokallaða í Smáratívolíi.Smáratívolí Á nýjan stað Þorkell segist gera ráð fyrir að hringekjan verði flutt úr Húsdýragarðinum og í Fjölskyldugarðinn þar sem alltaf stóð til að hún ætti að vera. Hringekjunni hafi upphaflega verið komið fyrir við hlið hestagerðisins í garðinum til bráðabirgða þar sem hún svo ílengdist. Ráðist var í miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum á síðasta ári þar sem nýr fallturn var meðal annars opnaður, ökuskólinn tekinn í gegn og nýr leikkastali settur saman. Þorkell segir að áframhald verði í sumar. „Við höldum áfram í sumar og munum leggja nokkra áherslu á svæði sem hefur verið að koðna niður á síðustu árum, þar sem torfærubílarnir voru hér áður fyrr.“ Hann segir að með komu Sleggjunnar og nýjum fallturni sé verið að svara kalli um að höfða betur til eldri barna og unglinga. Börn og uppeldi Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa tekið eftir að lítið er eftir af hringekjunni sem staðið hefur í garðinum síðustu ár og áratugi. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að verið sé að gera hringekjuna upp og að mikið standi til í garðinum á næstu mánuðum. Þorkell segir að þannig verði Sleggjan, sem var eitt helsta aðdráttarafl Smáratívolís í Smáralind sem nýverið lokaði, sett saman og opnuð í Fjölskyldugarðinum í sumar. Hann segir að ákveðið hafi verið að taka hringekjuna í Húsdýragarðinum í sundur og gera hana upp þar sem hún hafi verið mjög slitin. „Hún var smíðuð fyrir um tuttugu árum og er búin að standa úti og þola íslenska veðráttu síðan. Hún var því orðin mjög illa farin og er verið að taka hana í gegn.“ Þorkell segir að hringekjan hafi verið tekin í sundur og einingar sendar til framleiðandans á Ítalíu þar sem þær eru málaðar upp á nýtt. Verði hringekjan svo sett saman á ný og standi vonir til að það gerist í maí, fyrir sumarvertíðina. „Það fer eftir því hvernig gengur að gera við þessa hluti úti.“ Sleggjan svokallaða í Smáratívolíi.Smáratívolí Á nýjan stað Þorkell segist gera ráð fyrir að hringekjan verði flutt úr Húsdýragarðinum og í Fjölskyldugarðinn þar sem alltaf stóð til að hún ætti að vera. Hringekjunni hafi upphaflega verið komið fyrir við hlið hestagerðisins í garðinum til bráðabirgða þar sem hún svo ílengdist. Ráðist var í miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum á síðasta ári þar sem nýr fallturn var meðal annars opnaður, ökuskólinn tekinn í gegn og nýr leikkastali settur saman. Þorkell segir að áframhald verði í sumar. „Við höldum áfram í sumar og munum leggja nokkra áherslu á svæði sem hefur verið að koðna niður á síðustu árum, þar sem torfærubílarnir voru hér áður fyrr.“ Hann segir að með komu Sleggjunnar og nýjum fallturni sé verið að svara kalli um að höfða betur til eldri barna og unglinga.
Börn og uppeldi Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50
Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20