Myndin er framleidd af stofnanda fyrirtækisins og beinir sjónum sínum að „skaðlegum áhrifum klakstöðva og opins fiskeldis á villta fiskistofna, ár og umhverfi,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Patagoniu.
Þar segir jafnframt að eftir frumsýninguna í Ölfusi verði myndin tekin til sýninga víða um heim en að kynningarherferð myndarinnar í Evrópu taki „sérstaklega til laxeldis við strendur Íslands, Noregs, Skotlands og Írlands.“
„Maðurinn hefur alltaf talið sig æðri náttúrunni og það hefur komið okkur í mikil vandræði. Við þykjumst geta stýrt náttúrunni, en getum það ekki,“ er haft eftir Yvon Chouinard, stofnanda Patagoniu í fyrrnefndri yfirlýsingu.
„Ef við metum villtan lax einhvers þarf strax að grípa til aðgerða. Lífið er fátæklegra án óspilltrar náttúru og þessara merku tegunda. Glötum við öllum villtum tegundum, þá glötum við okkur sjálf.“
Nánari upplýsingar um sýningar Artifishal, herferðina og undirskriftasafnanirnar má nálgast með því að smella hér.
