Erlent

Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara

Andri Eysteinsson skrifar
Japanska keisarfjölskyldan: Naruhito ásamt föður sínum Akihito keisara, móður sinni Michiko og bróður Akishino
Japanska keisarfjölskyldan: Naruhito ásamt föður sínum Akihito keisara, móður sinni Michiko og bróður Akishino Getty/ Asahi Shimbun
Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. CNN greinir frá.

Krónprinsinn Naruhito tekur við embætti af föður sínum Akihito sem mun láta af embætti sökum aldurs í lok mánaðar. Akihito er fyrsti Japanskeisari til að segja af sér embætti síðan að Kokaku sagði af sér 1817.

Naruhito hefur þegar ákveðið að fyrsti gestur hans sem keisara verði Bandaríkjaforseti, Donald Trump. Donald og Melania Trump munu mæta til Tókýó í lok maí. Þar munu forsetahjónin hitta fyrir Naruhito, keisaraynjuna Masako og forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe.

Trump, hefur á forsetatíð sinni haldið góðu sambandi við Japan. Trump og Abe hafa talað opinberlega saman í 38 skipti og hafa þeir báðir boðið hvorum öðrum í opinbera heimsókn. Trump hefur einnig hitt fyrir keisarann fráfarandi Akihito og konu hans Michiko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×