Borgin kannar hvort innviðir þoli nýja byggð í Háteigshverfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2019 21:30 Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn Óla Jóns Hertervig skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03