Hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók: „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. apríl 2019 19:30 Ronja Björk. Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk. Bókmenntir Krakkar Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira