Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. apríl 2019 19:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf fimm hundruð milljónir í auka fjárframlög á ári ef frumvarp til nýrra umferðarlaga nær fram að ganga. Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld. Gildandi umferðarlög eru frá 1987 en síðustu tíu ár hefur staðið yfir vinna við endurskoðun þeirra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu síðastliðið haust og hefur það tvisvar farið í umsagnarferli. Umsagnarfrestur er nú liðinn og frumvarpið er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Verði lögin samþykkt taka gildi 1. janúar árið 2020. Í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að frumvarpið muni hafa í för með sér talsvert fleiri verkefni hjá lögreglu. „Ef markmið laganna fram á að ganga þá verður að tryggja lögreglu nægan mannafla og tæki til þess að við getum náð fram þeim markmiðum sem að er stefnt,“ segir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur hjá lögreglustjórnanum á höfuðborgarsvæðinu. Reglur um ölvunarakstur eru á meðal þess sem breyta á en lækka á leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns úr 0,5 í 0,2 prómill. Helgi segir að eftir breytingarnar muni þurfa að færa ökumenn sem mælast yfir 0,2 á lögreglustöð og framkvæma blóðrannsókn. Þá þurfi að senda sýnin í rannsókn og fá niðurstöður til baka áður en tekin er ákvörðun um sektarinnheimtu eða hvort farið verið fyrir dóm. „Við sjáum það að málum muni fjölga um 1200, varlega áætlað hjá okkur,“ segir Helgi Valberg. Bæta þurfi við tveimur lögreglubifreiðum, tveimur mótorhjólum, níu lögreglumönnum, einum starfsmanni í stoðþjónustu og tveimur ákærendum. „Við teljum að þetta séu um 300 milljónir sem varðar bara það að fær mörkin niður í 0,2,“ segir Helgi Valberg. Þá telur lögreglan að svæðisbundið bann við notkun nelgdra hjólbarða muni einnig haft í för með sér aukinn kostnað fyrir lögreglu. „Það þarf þá að hafa eftirlit sem er ekki núna. Þannig það eru aukin verkefni líka. Það má ætla að það sé kostnaðarauki sem er á bilinu 200 til 250 milljónir,“ segir Helgi Valberg. Alls má því reikna með að kostnaðarauki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verði tæplega 500 milljónir króna a ársgrundvelli. Helgi Valberg segir að nú þegar sé mikið álag í þessum málaflokki. „Verkefnum er sífellt að fjölga og þau eru að verða stærri og flóknari. En við mætum þeim með þeim mannafla og tækjum sem við höfum yfir að búa og reynum að sinna þessu af bestu getu.“ Alþingi Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fyrirhuguð umferðarlög ógni trúnaði lækna og sjúklinga Læknafélag Íslands telur frumvarp samgönguráðherra um endurskoðun umferðarlaga vega að trúnaðarsambandi lækna og sjúklinga og gagnrýnir það harðlega í umsögn við frumvarpið. Vill breytingar á frumvarpinu. 15. febrúar 2019 07:15 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Tveir tugir athugasemda í síðara samráði um umferðarlög Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. 13. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf fimm hundruð milljónir í auka fjárframlög á ári ef frumvarp til nýrra umferðarlaga nær fram að ganga. Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld. Gildandi umferðarlög eru frá 1987 en síðustu tíu ár hefur staðið yfir vinna við endurskoðun þeirra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu síðastliðið haust og hefur það tvisvar farið í umsagnarferli. Umsagnarfrestur er nú liðinn og frumvarpið er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Verði lögin samþykkt taka gildi 1. janúar árið 2020. Í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að frumvarpið muni hafa í för með sér talsvert fleiri verkefni hjá lögreglu. „Ef markmið laganna fram á að ganga þá verður að tryggja lögreglu nægan mannafla og tæki til þess að við getum náð fram þeim markmiðum sem að er stefnt,“ segir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur hjá lögreglustjórnanum á höfuðborgarsvæðinu. Reglur um ölvunarakstur eru á meðal þess sem breyta á en lækka á leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns úr 0,5 í 0,2 prómill. Helgi segir að eftir breytingarnar muni þurfa að færa ökumenn sem mælast yfir 0,2 á lögreglustöð og framkvæma blóðrannsókn. Þá þurfi að senda sýnin í rannsókn og fá niðurstöður til baka áður en tekin er ákvörðun um sektarinnheimtu eða hvort farið verið fyrir dóm. „Við sjáum það að málum muni fjölga um 1200, varlega áætlað hjá okkur,“ segir Helgi Valberg. Bæta þurfi við tveimur lögreglubifreiðum, tveimur mótorhjólum, níu lögreglumönnum, einum starfsmanni í stoðþjónustu og tveimur ákærendum. „Við teljum að þetta séu um 300 milljónir sem varðar bara það að fær mörkin niður í 0,2,“ segir Helgi Valberg. Þá telur lögreglan að svæðisbundið bann við notkun nelgdra hjólbarða muni einnig haft í för með sér aukinn kostnað fyrir lögreglu. „Það þarf þá að hafa eftirlit sem er ekki núna. Þannig það eru aukin verkefni líka. Það má ætla að það sé kostnaðarauki sem er á bilinu 200 til 250 milljónir,“ segir Helgi Valberg. Alls má því reikna með að kostnaðarauki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verði tæplega 500 milljónir króna a ársgrundvelli. Helgi Valberg segir að nú þegar sé mikið álag í þessum málaflokki. „Verkefnum er sífellt að fjölga og þau eru að verða stærri og flóknari. En við mætum þeim með þeim mannafla og tækjum sem við höfum yfir að búa og reynum að sinna þessu af bestu getu.“
Alþingi Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fyrirhuguð umferðarlög ógni trúnaði lækna og sjúklinga Læknafélag Íslands telur frumvarp samgönguráðherra um endurskoðun umferðarlaga vega að trúnaðarsambandi lækna og sjúklinga og gagnrýnir það harðlega í umsögn við frumvarpið. Vill breytingar á frumvarpinu. 15. febrúar 2019 07:15 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Tveir tugir athugasemda í síðara samráði um umferðarlög Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. 13. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Fyrirhuguð umferðarlög ógni trúnaði lækna og sjúklinga Læknafélag Íslands telur frumvarp samgönguráðherra um endurskoðun umferðarlaga vega að trúnaðarsambandi lækna og sjúklinga og gagnrýnir það harðlega í umsögn við frumvarpið. Vill breytingar á frumvarpinu. 15. febrúar 2019 07:15
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00
Tveir tugir athugasemda í síðara samráði um umferðarlög Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. 13. ágúst 2018 06:00