Jón Axel hefur farið á kostum með Davidson háskólanum á síðustu tímabilum en hann hefur verið einn lykilmaður skólans í sterkri deild í Bandaríkjunum.
Grindvíkingurinn hefur verið valinn í hvert stjörnuliðið á fætur öðru en hann greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hann ætli að láta á það reyna að komast inn í NBA-nýliðavalinu.
After Careful Consideration with my family, trainer and coaches, I believe it is in my best interest to declare for the 2019 NBA Draft with the option of returning for my senior year. Based off of the new rules, I will hire an agent. I appreciate the support of my family, teammates, friends, the coaching staff and the Davidson Community for their endless support. I am very excited to pursue my goal and also excited about the opportunity to return to Davidson as well. #TCCView this post on Instagram
A post shared by Jón Axel Guðmundsson (@jaxelinn) on Apr 17, 2019 at 11:02am PDT
Jón Axel segir að hann hafi tekið ákvörðunina eftir ítarlegt samtal við fjölskylduna sína og þjálfara. Gangi það ekki eftir mun hann snúa til baka í Davidson háskólann.