United ætlar að taka hart á rasisma gegn Young á Twitter Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:00 Ashley Young bætist í hóp þeirra leikmanna sem hafa orðið fyrir kynþáttaníði í vetur vísir/getty Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. Young bar fyrirliðabandið í liði Manchester United sem tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í gærkvöld og féll þar með úr Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir samanlagt 4-0 tap í einvíginu. Eftir leikinn tók fólk til Twitter til þess að tjá sínar skoðanir eins og gerist en á meðal þeirra voru nokkrir, að því virtust stuðningsmenn Manchester United, sem gerðu sig seka um kynþáttaníð í garð leikmannsins. Manchester United ætlar að bregðast eins hart við og félagið getur, eftir því sem fram kemur í frétt BBC, og hefur félagið hafist handa við að komast að því hverjir það voru sem níddust á Young. Bresku samtökin Kick It Out, sem hafa það að takmarki að berjast gegn mismunun og hafa beitt sér sérstaklega í baráttunni gegn kynþáttaníði, beindu spjótum sínum að Twitter. „Enn einn svarti leikmaðurinn, að þessu sinni Ashley Young, þurfti að þola kynþáttaníð á samfélagsmiðlum. Við spyrjum Twitter aftur að því sama og við höfum gert áður, hvenær ætlið þið að taka alvarlega á þeirri svakalegu mismunun sem á sér stað á ykkar miðli?“ sagði í tilkynningu frá samtökunum. BBC leitaðist eftir viðbrögðum frá Twitter og sagði talsmaður miðilsins að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en reglur forritsins bönnuðu alla þá hegðun sem er ógnandi eða niðrandi og það sé tekið á þeim tilfellum sem brjóta þær reglur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. Young bar fyrirliðabandið í liði Manchester United sem tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í gærkvöld og féll þar með úr Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir samanlagt 4-0 tap í einvíginu. Eftir leikinn tók fólk til Twitter til þess að tjá sínar skoðanir eins og gerist en á meðal þeirra voru nokkrir, að því virtust stuðningsmenn Manchester United, sem gerðu sig seka um kynþáttaníð í garð leikmannsins. Manchester United ætlar að bregðast eins hart við og félagið getur, eftir því sem fram kemur í frétt BBC, og hefur félagið hafist handa við að komast að því hverjir það voru sem níddust á Young. Bresku samtökin Kick It Out, sem hafa það að takmarki að berjast gegn mismunun og hafa beitt sér sérstaklega í baráttunni gegn kynþáttaníði, beindu spjótum sínum að Twitter. „Enn einn svarti leikmaðurinn, að þessu sinni Ashley Young, þurfti að þola kynþáttaníð á samfélagsmiðlum. Við spyrjum Twitter aftur að því sama og við höfum gert áður, hvenær ætlið þið að taka alvarlega á þeirri svakalegu mismunun sem á sér stað á ykkar miðli?“ sagði í tilkynningu frá samtökunum. BBC leitaðist eftir viðbrögðum frá Twitter og sagði talsmaður miðilsins að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en reglur forritsins bönnuðu alla þá hegðun sem er ógnandi eða niðrandi og það sé tekið á þeim tilfellum sem brjóta þær reglur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30
Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00
Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn