Barn síns tíma Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Engin vísindaleg rök búa að baki kröfu yfirvalda um fjögurra vikna einangrunarvist hunda og katta í sóttkví við komu hingað til lands. Þá felst afar lítil áhætta í því að viðurkenna sérstök gæludýravegabréf, að minnsta kosti frá Bretlandi og Norður-Evrópu, þaðan sem mikill meirihluti innfluttra hunda kemur. Með upptöku slíkra vegabréfa væri hægt að gera gæludýraeigendum kleift að ferðast með dýrin sín milli landa að uppfylltum sjálfsögðum og ströngum skilyrðum um bólusetningar og heilsufar. Allt þetta og meira til má lesa í nýju áhættumati vegna innflutnings dýra til Íslands, sem fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur vann fyrir íslensk stjórnvöld og birtist í vikunni. Strangari reglur voru settar um innflutning dýra á sínum tíma hérlendis en víða annars staðar. Það var ekki að ástæðulausu. Það er vissulega staðreynd að búfjárstofnar hér eru viðkvæmari fyrir ýmsum pestum sem ekki eru vandamál annars staðar, vegna einangrunar landsins. Þess vegna er mikilvægt að allar varnir séu í lagi. Við innflutning á hundum og köttum sérstaklega eru sett ströng skilyrði. Dýrið er rannsakað og bólusett áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að þeim vikum liðnum er einangruninni aflétt og dýrið fær að vera frjálst ferða sinna á Íslandi. Einangrunin reynist sumum dýrum mjög þungbær, án eigenda sinna, auk þess sem dýraeigendur þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þess að standa straum af kostnaði við veruna í sóttkvínni. En nú er árið 2019. Varla þarf að fjölyrða um þær gríðarlegu framfarir sem orðið hafa undanfarin ár í læknavísindum, meðal annars hvað bólusetningar og sníkjudýralyf varðar. Þar fyrir utan er óvíða í heiminum hugað betur að eftirliti, skráningu og heilbrigði gæludýra en einmitt á Íslandi. Af þessum sökum er óskiljanlegt að slík ill meðferð á dýrum, líkt og fjögurra vikna einangrunarvist sannarlega er, skuli viðgangast á 21. öldinni. Nú er lag. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að gæludýr bæta, kæta og hressa. Ísland er eftirbátur annarra landa hvað þetta varðar. Óbreytt fyrirkomulag er barn síns tíma; óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum og sársauka fyrir dýr og menn. Hundaræktarfélag Íslands fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisgjöfin ætti auðvitað að vera þeirra ósköp eðlilega krafa um að taka upp gæludýravegabréf líkt og gert er í löndunum í kringum okkur. Þetta er borðleggjandi dæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Engin vísindaleg rök búa að baki kröfu yfirvalda um fjögurra vikna einangrunarvist hunda og katta í sóttkví við komu hingað til lands. Þá felst afar lítil áhætta í því að viðurkenna sérstök gæludýravegabréf, að minnsta kosti frá Bretlandi og Norður-Evrópu, þaðan sem mikill meirihluti innfluttra hunda kemur. Með upptöku slíkra vegabréfa væri hægt að gera gæludýraeigendum kleift að ferðast með dýrin sín milli landa að uppfylltum sjálfsögðum og ströngum skilyrðum um bólusetningar og heilsufar. Allt þetta og meira til má lesa í nýju áhættumati vegna innflutnings dýra til Íslands, sem fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur vann fyrir íslensk stjórnvöld og birtist í vikunni. Strangari reglur voru settar um innflutning dýra á sínum tíma hérlendis en víða annars staðar. Það var ekki að ástæðulausu. Það er vissulega staðreynd að búfjárstofnar hér eru viðkvæmari fyrir ýmsum pestum sem ekki eru vandamál annars staðar, vegna einangrunar landsins. Þess vegna er mikilvægt að allar varnir séu í lagi. Við innflutning á hundum og köttum sérstaklega eru sett ströng skilyrði. Dýrið er rannsakað og bólusett áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að þeim vikum liðnum er einangruninni aflétt og dýrið fær að vera frjálst ferða sinna á Íslandi. Einangrunin reynist sumum dýrum mjög þungbær, án eigenda sinna, auk þess sem dýraeigendur þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þess að standa straum af kostnaði við veruna í sóttkvínni. En nú er árið 2019. Varla þarf að fjölyrða um þær gríðarlegu framfarir sem orðið hafa undanfarin ár í læknavísindum, meðal annars hvað bólusetningar og sníkjudýralyf varðar. Þar fyrir utan er óvíða í heiminum hugað betur að eftirliti, skráningu og heilbrigði gæludýra en einmitt á Íslandi. Af þessum sökum er óskiljanlegt að slík ill meðferð á dýrum, líkt og fjögurra vikna einangrunarvist sannarlega er, skuli viðgangast á 21. öldinni. Nú er lag. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að gæludýr bæta, kæta og hressa. Ísland er eftirbátur annarra landa hvað þetta varðar. Óbreytt fyrirkomulag er barn síns tíma; óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum og sársauka fyrir dýr og menn. Hundaræktarfélag Íslands fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisgjöfin ætti auðvitað að vera þeirra ósköp eðlilega krafa um að taka upp gæludýravegabréf líkt og gert er í löndunum í kringum okkur. Þetta er borðleggjandi dæmi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun