Porto mætir Liverpool í kvöld í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 og er verk að vinna fyrir Sergio og lærisveina.
„Liverpool spilar fótbolta eins og ég hugsa um hann. Mér líkar vel við dínamíkina í liðinu og þeirra hugsun. Mér líkar vel við hvernig þeir spila með og án boltans. Þetta er svipað og ég sé fótboltann,“ sagði Sergio.
See you in Porto. pic.twitter.com/pdYY6giMLh
— Liverpool FC (@LFC) April 16, 2019
„Í mínum huga eru þeir besta liðið í heiminum. Það er erfitt að undirbúa þennan leik, ekki bara útaf því við erum 2-0 undir heldur einnig því Liverpool er með mjög sterka sóknarlínu.“
Flautað verður til leiks í Porto klukkan 19.00 í kvöld en upphitun Stöðvar 2 Sports hefst klukkan 18.30.