Barþjónar til í nýjan bjórsjálfsala Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 20:00 Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við. Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við.
Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira