Aldrei unnið Barcelona á Nývangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 16:30 Frægasta mark Ole Gunnars Solskjær kom á Nývangi. Núna er verkefni hans að stýra sínum mönnum til sigurs á þessum sögufræga leikvangi til að Manchester United komist áfram í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty Til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þarf Manchester United að gera svolítið sem liðið hefur aldrei gert áður; vinna Barcelona á Nývangi. United hefur unnið leik á Nývangi í Barcelona og þeirri stund gleyma stuðningsmenn liðsins aldrei. United tryggði sér þá Evrópumeistaratitilinn með því að skora tvö mörk í uppbótartíma gegn Bayern München þann 26. maí 1999. Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark United í umræddum leik. Tuttugu árum síðar er hann knattspyrnustjóri United sem þarf að vinna Barcelona á Nývangi til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Staða United er snúin þar sem Barcelona vann fyrri leikinn á Old Trafford, 0-1. United hefur fjórum sinnum áður mætt Barcelona á Nývangi. Tveir leikir töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. United og Barcelona mættust á Nývangi í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 1984. Börsungar unnu leikinn 2-0 en United-menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Old Trafford sem þeir unnu 3-0. Bryan Robson skoraði tvö marka United og í leikslok báru stuðningsmenn liðsins hann af velli. Barcelona tók United í kennslustund þegar liðin mættust á Nývangi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 1994-95 og vann 4-0 sigur. Hristo Stoichkov (2), Romário og Albert Ferrer skoruðu mörk Börsunga. Tímabilið 1998-99 mættust United og Barcelona aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Báðir leikirnir fóru 3-3. Í leiknum á Nývangi náði samvinna framherjaparsins Andys Cole og Dwight Yorke nýjum hæðum en þeir skoruðu öll þrjú mörk United. Brasilíumennirnir Rivaldo (2) og Sonny Anderson skoruðu mörk Börsunga. United og Barcelona mættust svo í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-08. Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu í fyrri leiknum á Nývangi sem endaði með markalausu jafntefli. United vann seinni leikinn á Old Trafford, 1-0, með marki Pauls Scholes. United og Barcelona hafa alls mæst tólf sinnum. Barcelona hefur unnið fimm leiki, United þrjá og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikur Barcelona og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30 Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30 Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þarf Manchester United að gera svolítið sem liðið hefur aldrei gert áður; vinna Barcelona á Nývangi. United hefur unnið leik á Nývangi í Barcelona og þeirri stund gleyma stuðningsmenn liðsins aldrei. United tryggði sér þá Evrópumeistaratitilinn með því að skora tvö mörk í uppbótartíma gegn Bayern München þann 26. maí 1999. Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark United í umræddum leik. Tuttugu árum síðar er hann knattspyrnustjóri United sem þarf að vinna Barcelona á Nývangi til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Staða United er snúin þar sem Barcelona vann fyrri leikinn á Old Trafford, 0-1. United hefur fjórum sinnum áður mætt Barcelona á Nývangi. Tveir leikir töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. United og Barcelona mættust á Nývangi í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 1984. Börsungar unnu leikinn 2-0 en United-menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Old Trafford sem þeir unnu 3-0. Bryan Robson skoraði tvö marka United og í leikslok báru stuðningsmenn liðsins hann af velli. Barcelona tók United í kennslustund þegar liðin mættust á Nývangi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 1994-95 og vann 4-0 sigur. Hristo Stoichkov (2), Romário og Albert Ferrer skoruðu mörk Börsunga. Tímabilið 1998-99 mættust United og Barcelona aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Báðir leikirnir fóru 3-3. Í leiknum á Nývangi náði samvinna framherjaparsins Andys Cole og Dwight Yorke nýjum hæðum en þeir skoruðu öll þrjú mörk United. Brasilíumennirnir Rivaldo (2) og Sonny Anderson skoruðu mörk Börsunga. United og Barcelona mættust svo í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-08. Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu í fyrri leiknum á Nývangi sem endaði með markalausu jafntefli. United vann seinni leikinn á Old Trafford, 1-0, með marki Pauls Scholes. United og Barcelona hafa alls mæst tólf sinnum. Barcelona hefur unnið fimm leiki, United þrjá og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikur Barcelona og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30 Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30 Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30
Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30
Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30
Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00
Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00