Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2019 16:51 Veðrið hefur sett ferðaplön margra í uppnám. Vísir/Vilhelm Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs en öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Þremur flugum til Bandaríkjanna var bætt við í hádeginu í dag og verða fjögur til viðbótar á morgun. Þá verður tveimur flugum til Evrópu bætt við eftir miðnætti en mikil örtröð hefur skapast á Keflavíkurflugvelli og hafa margir farþegar kvartað undan óánægju á samfélagsmiðlum. „Við erum að reyna að finna lausnir og vinna þetta eins hratt og við getum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi.Mikið álag á þjónustuverið Margir farþegar hafa kvartað undan því hversu erfitt sé að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins sem farþegum var bent á. Ásdís segir ástæðuna vera mikið álag enda hefur veðrið haft áhrif á ferðaplön þúsundir farþega en starfsmenn séu að vinna í því að hafa samband við farþega að fyrra bragði. „Þó að fólk sé ekki að ná í gegn þá erum við að vinna í því að koma öllum í flug. Þetta tekur tíma og við erum með heilmikinn mannskap í þessu og erum bara að gera okkar besta,“ segir Ásdís og biður fólk um að sýna biðlund. Erlendir farþegar sem verða fyrir áhrifum vegna þessa fá gistingu og fæði sem og keyrslu til og frá flugvellinum. Þangað til verður unnið að því að koma fólki á sína áfangastaði. „Auðvitað vill fólk fá úrlausn og við erum að gera okkar allra besta,“ segir Ásdís að lokum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs en öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Þremur flugum til Bandaríkjanna var bætt við í hádeginu í dag og verða fjögur til viðbótar á morgun. Þá verður tveimur flugum til Evrópu bætt við eftir miðnætti en mikil örtröð hefur skapast á Keflavíkurflugvelli og hafa margir farþegar kvartað undan óánægju á samfélagsmiðlum. „Við erum að reyna að finna lausnir og vinna þetta eins hratt og við getum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi.Mikið álag á þjónustuverið Margir farþegar hafa kvartað undan því hversu erfitt sé að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins sem farþegum var bent á. Ásdís segir ástæðuna vera mikið álag enda hefur veðrið haft áhrif á ferðaplön þúsundir farþega en starfsmenn séu að vinna í því að hafa samband við farþega að fyrra bragði. „Þó að fólk sé ekki að ná í gegn þá erum við að vinna í því að koma öllum í flug. Þetta tekur tíma og við erum með heilmikinn mannskap í þessu og erum bara að gera okkar besta,“ segir Ásdís og biður fólk um að sýna biðlund. Erlendir farþegar sem verða fyrir áhrifum vegna þessa fá gistingu og fæði sem og keyrslu til og frá flugvellinum. Þangað til verður unnið að því að koma fólki á sína áfangastaði. „Auðvitað vill fólk fá úrlausn og við erum að gera okkar allra besta,“ segir Ásdís að lokum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42
Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02