Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 09:42 Hvassviðrið mun að líkindum taka sig upp að nýju eftir hádegi. Slíkt mun valda töfum á samgöngum. Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23