Níunda Star Wars myndin ber heitið „The Rise of Skywalker“ Andri Eysteinsson skrifar 12. apríl 2019 19:41 Stjörnustríð: Upprisa Geimgengils verður frumsýnd í lok árs. Skjáskot/Twitter Aðdáendur Stjörnustríðs-myndanna tóku væntanlega gleði sína í dag þegar stikla úr næstu mynd, sem væntanleg er í kvikmyndahús í lok árs, var birt. Myndin, sem er sú níunda í Star Wars röðinni, mun bera nafnið „The Rise of Skywalker“. Í stiklu myndarinnar má sjá aðalsöguhetju sjöundu og áttundu myndanna, Rey, sem leikin er af Daisy Ridley, munda geislasverðið sem eitt sinn var í eigu Loga Geimgengils. Þá má einnig sjá bregða fyrir Carrie Fisher, sem lést í árslok 2016, í hlutverki sínu sem Lilja prinsessa. Einnig má sjá allar helstu persónur þriðja Star Wars þríleiksins, illmennið Kylo Ren, Finn, Poe Dameron og vélmennin BB-8 og C3PO. Einnig má sjá gömlum félögum bregða fyrir, þeim Chewbacca og Lando Calrissian sem, rétt eins og í upphaflega þríleiknum, er leikinn af Billy Dee Williams. Einnig má heyra rödd Loga Geimgengils gefa skilaboð sem gætu gefið fyrirheit um það sem koma skal. „We will always be with you, no one is really ever gone,“ heyrist sagt áður en að kunnuglegur hlátur Keisarans, sem hingað til er talinn hafa dáið í Star Wars: Return of the Jedi árið 1983, heyrist áður en að titill myndarinnar er kynntur. Leikstjóri myndarinnar er J. J. Abrams sem einnig leikstýrði myndinni Star Wars: The Force Awakens sem var sjöunda myndin í röðinni og kom út árið 2015.Every generation has a legend. Watch the brand-new teaser for Star Wars: #EpisodeIX. pic.twitter.com/fWMS13ekdZ — Star Wars (@starwars) April 12, 2019 Disney Star Wars Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fleiri fréttir Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Aðdáendur Stjörnustríðs-myndanna tóku væntanlega gleði sína í dag þegar stikla úr næstu mynd, sem væntanleg er í kvikmyndahús í lok árs, var birt. Myndin, sem er sú níunda í Star Wars röðinni, mun bera nafnið „The Rise of Skywalker“. Í stiklu myndarinnar má sjá aðalsöguhetju sjöundu og áttundu myndanna, Rey, sem leikin er af Daisy Ridley, munda geislasverðið sem eitt sinn var í eigu Loga Geimgengils. Þá má einnig sjá bregða fyrir Carrie Fisher, sem lést í árslok 2016, í hlutverki sínu sem Lilja prinsessa. Einnig má sjá allar helstu persónur þriðja Star Wars þríleiksins, illmennið Kylo Ren, Finn, Poe Dameron og vélmennin BB-8 og C3PO. Einnig má sjá gömlum félögum bregða fyrir, þeim Chewbacca og Lando Calrissian sem, rétt eins og í upphaflega þríleiknum, er leikinn af Billy Dee Williams. Einnig má heyra rödd Loga Geimgengils gefa skilaboð sem gætu gefið fyrirheit um það sem koma skal. „We will always be with you, no one is really ever gone,“ heyrist sagt áður en að kunnuglegur hlátur Keisarans, sem hingað til er talinn hafa dáið í Star Wars: Return of the Jedi árið 1983, heyrist áður en að titill myndarinnar er kynntur. Leikstjóri myndarinnar er J. J. Abrams sem einnig leikstýrði myndinni Star Wars: The Force Awakens sem var sjöunda myndin í röðinni og kom út árið 2015.Every generation has a legend. Watch the brand-new teaser for Star Wars: #EpisodeIX. pic.twitter.com/fWMS13ekdZ — Star Wars (@starwars) April 12, 2019
Disney Star Wars Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fleiri fréttir Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið