Úthvíldir skurðlæknar standa sig betur Andri Eysteinsson skrifar 12. apríl 2019 18:26 Rannsókn Tómasar og félaga sýnir að aðgerðir sem framkvæmdar eru af úthvíldum skurðaðgerðum eru líklegri til að skila árangri. Samsett/Getty/Vísir Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20
Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30
Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37