Hár styrkur svifryks var víða á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu í dag. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að þetta svifryk sé vegna mikils sandfoks frá Landeyjasandi. Ef veðurspá gengur eftir mun sandfokið aukast seinnipartinn og fram á kvöld en í nótt fer að rigna á Suðurlandi sem ætti að slá á sandfokið.
Umhverfisstofnun bendir á að þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærum gætu fundið fyrir óþægindum meðan á þessu sandfoki stendur.
Viðbúið er að hár styrkur svifryks verði með suðurströndinni t.d. í Þykkvabænum, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn. Einnig er viðbúið að hár styrkur svifryks verði einnig á höfuðborgarsvæðinu í allan dag.
Engar loftgæðamælistöðvar eru á Suðurlandi en upplýsingar um loftgæði á höfuðborgarsvæðinu má sjá hér.
Mikið svifryk í borginni vegna sandfoks frá Landeyjasandi
Birgir Olgeirsson skrifar
