Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 13:19 Sigurþóra Bergsdóttir ásamt ráðherrum á Grand Hótel í dag. stjórnarráðið Ríkisstjórn Íslands bauð upp á óvænta uppákomu á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fóls og uppbyggingu Bergsins á Grand Hótel í morgun. Þar mættu fimm ráðherrar beint ríkisstjórnarfundi þar sem samþykkt var að taka þátt í samstarfi um stofnun og rekstur þverfaglegs móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og munu ráðherrarnir verja 30 milljónum króna á ári til verkefnisins, þar með talið í formi stöðugilda. Einnig er gert ráð fyrir að leitað verði eftir stuðningi meðal fyrirtækja og annarra aðila sem bera samfélagslega ábyrgð. Tilraunaverkefnið fellur að áherslum stjórnvalda sem samhliða munu leggja aukna áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í heildarendurskoðun í þjónustu við börn þvert á ráðuneyti.Sigurþóra Bergsdóttir.Úrræðið, sem hefur verið í burðarliðnum um nokkurt skeið, hefur gengið undir nafninu Bergið Headspace og er stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur og Dr. Sigrúnu Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri með stuðningi fleiri aðila. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Fyrirmyndir Headspace má finna í Ástralíu og Danmörku þar sem svipuð úrræði hafa gefið góða raun. Markmiðið er að auka og gera skilvirkari þjónustu við börn og ungmenni og reyna að tryggja að þau fái aðstoð sem fyrst. Lögð er áhersla á að einfalda ferlið og skapa vettvang þar sem börn og ungmenni geta haft samband við aðila sem veitir stuðning og ráðgjöf út frá þörfum hvers og eins og beinir málum þeirra í réttan farveg. Þá verður sérstaklega horft til tæknilausna og fjarþjónustu. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, var nítján ára gamall þegar hann fyrirfór sér fyrir þremur árum. Sigurþóra fékk þá hugmynd í fyrra að stofna samtök til að hjálpa fólki eins og syni sínum og fékk nýverið úthlutað húsnæði fyrir Bergið á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór sagði tilfinninguna ólýsanlega þegar stuðningur ríkisstjórnarinnar lá fyrir. „Hálf ríkisstjórnin mætti beint af ríkisstjórnarfundi á málþingið okkar í dag. Ég er ennþá með gæsahúð og þetta var ótrúlega falleg stund. Þetta lýsir líka vilja þeirra til að taka þátt og vinna að jákvæðum hlutum fyrir geðheilbrigði ungs fólks. Við getum sett allt á fullt núna og getum farið að fá inn fólk og skipuleggja starfsemina.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. 23. mars 2019 12:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands bauð upp á óvænta uppákomu á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fóls og uppbyggingu Bergsins á Grand Hótel í morgun. Þar mættu fimm ráðherrar beint ríkisstjórnarfundi þar sem samþykkt var að taka þátt í samstarfi um stofnun og rekstur þverfaglegs móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og munu ráðherrarnir verja 30 milljónum króna á ári til verkefnisins, þar með talið í formi stöðugilda. Einnig er gert ráð fyrir að leitað verði eftir stuðningi meðal fyrirtækja og annarra aðila sem bera samfélagslega ábyrgð. Tilraunaverkefnið fellur að áherslum stjórnvalda sem samhliða munu leggja aukna áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í heildarendurskoðun í þjónustu við börn þvert á ráðuneyti.Sigurþóra Bergsdóttir.Úrræðið, sem hefur verið í burðarliðnum um nokkurt skeið, hefur gengið undir nafninu Bergið Headspace og er stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur og Dr. Sigrúnu Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri með stuðningi fleiri aðila. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Fyrirmyndir Headspace má finna í Ástralíu og Danmörku þar sem svipuð úrræði hafa gefið góða raun. Markmiðið er að auka og gera skilvirkari þjónustu við börn og ungmenni og reyna að tryggja að þau fái aðstoð sem fyrst. Lögð er áhersla á að einfalda ferlið og skapa vettvang þar sem börn og ungmenni geta haft samband við aðila sem veitir stuðning og ráðgjöf út frá þörfum hvers og eins og beinir málum þeirra í réttan farveg. Þá verður sérstaklega horft til tæknilausna og fjarþjónustu. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, var nítján ára gamall þegar hann fyrirfór sér fyrir þremur árum. Sigurþóra fékk þá hugmynd í fyrra að stofna samtök til að hjálpa fólki eins og syni sínum og fékk nýverið úthlutað húsnæði fyrir Bergið á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór sagði tilfinninguna ólýsanlega þegar stuðningur ríkisstjórnarinnar lá fyrir. „Hálf ríkisstjórnin mætti beint af ríkisstjórnarfundi á málþingið okkar í dag. Ég er ennþá með gæsahúð og þetta var ótrúlega falleg stund. Þetta lýsir líka vilja þeirra til að taka þátt og vinna að jákvæðum hlutum fyrir geðheilbrigði ungs fólks. Við getum sett allt á fullt núna og getum farið að fá inn fólk og skipuleggja starfsemina.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. 23. mars 2019 12:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. 23. mars 2019 12:15