Körfubolti

Helena spilandi þjálfari eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena í leik með Val í vetur.
Helena í leik með Val í vetur. vísir/bára
Helena Sverrisdóttir fékk nýtt hlutverk í liði Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu.

Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, missti stjórn á skapi sínu í upphafi þriðja leikhluta en Kristinn Óskarsson, einum dómara leiksins, fannst það full mikið og vísaði honum úr húsinu.

Ekki er stórt starfslið með Darra á bekknum hjá Valsliðinu og það féll því í hendur Helenu Sverrisdóttur, leikmann Vals, að stýra liðinu út leikinn.

Hún var þó einnig inni á vellinum en er Valur fékk leikhlé var það Helena sem tók upp töfluna og byrjaði að teikna.

Það dugði þó ekki til því KR vann leikinn að endingu og hélt sér á lífi í einvíginu en staðan er nú 2-1 fyrir Val.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×