Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2019 18:30 Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að kona á þrítugsaldri lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni fyrr í vikunni. Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. Konan, sem var fædd árið 1994, lést aðfaranótt þriðjudags. Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að hún lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og vildi ekki tjá sig um það að öðru leiti. Konan hafði verið í samkvæmi þessa nótt þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Lögregla var kölluð á vettvang þar sem konan var komin í mikið ójafnvægi. Eftir að höfð voru afskipti af henni fór hún hjartastopp og hófust endurlífgunartilraunir. Konan var flutt á Landspítalann þar sem hún lést á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt 35. gr. lögreglulaga rannsakar héraðssaksóknari kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Hið sama á við ef eftirlitsnefnd lögreglu telur þörf á að taka til rannsóknar atvik þegar maður lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferð á dóttur þeirra. Lögregluþjónar hafi handjárnað hana og bundið á fótum en konan hafi verið í geðrofi vegna neyslu. Þá eigi að sprauta fólk niður, ekki binda. Þá segir móðir stúlkunnar að grunur leiki á að hún hafi tekið kókaín umrætt kvöld. Í svari frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu segir að því miður sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar um málið sem hefur verið vísað til héraðssaksóknara. „Koma má því á framfæri að hugur lögreglunnar er hjá aðstandendum konunnar og vill hún koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til þeirra á þessari erfiðu stundu,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að kona á þrítugsaldri lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni fyrr í vikunni. Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. Konan, sem var fædd árið 1994, lést aðfaranótt þriðjudags. Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að hún lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og vildi ekki tjá sig um það að öðru leiti. Konan hafði verið í samkvæmi þessa nótt þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Lögregla var kölluð á vettvang þar sem konan var komin í mikið ójafnvægi. Eftir að höfð voru afskipti af henni fór hún hjartastopp og hófust endurlífgunartilraunir. Konan var flutt á Landspítalann þar sem hún lést á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt 35. gr. lögreglulaga rannsakar héraðssaksóknari kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Hið sama á við ef eftirlitsnefnd lögreglu telur þörf á að taka til rannsóknar atvik þegar maður lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferð á dóttur þeirra. Lögregluþjónar hafi handjárnað hana og bundið á fótum en konan hafi verið í geðrofi vegna neyslu. Þá eigi að sprauta fólk niður, ekki binda. Þá segir móðir stúlkunnar að grunur leiki á að hún hafi tekið kókaín umrætt kvöld. Í svari frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu segir að því miður sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar um málið sem hefur verið vísað til héraðssaksóknara. „Koma má því á framfæri að hugur lögreglunnar er hjá aðstandendum konunnar og vill hún koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til þeirra á þessari erfiðu stundu,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15