Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Gunnar Reynir Valþórsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. apríl 2019 11:11 Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. Vísir Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira