Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2019 09:25 Omar al-Bashir komst til valda í Súdan í valdaráninu árið 1989. Getty Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 1989. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og mánuði og berast nú fréttir af miklum fagnaðarlátum meðal mótmælenda í höfuðborginni Kartúm. Tilkynningar hersins er beðið með eftirvæntingu. Með afsögn al-Bashir myndi einn alræmdasti þjóðarleiðtogi heims hverfa af valdastóli en hann hefur áður verið ákærður vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs í Darfúr-héraði í Súdan og hýsti um tíma hryðjuverkamanninn Osama bin Laden. Al-Bashir komst til valda í Súdan fyrir um þrjátíu árum, eða árið 1989. Fór hann þá fyrir valdaráni hersins sem kom hinum lýðræðislega kjörna forseta Sadiq al-Mahdi frá völdum. Árið 1993 tók hann formlega við stöðu forseta landsins en frá vandaráninu hafði hann stýrt landinu sem formaður svokallaðs byltingarráðs.Andstæðingar forsetans hafa fagnað í Kartúm í morgun.EPAÞjóðarmorð og stríðsglæpir Omar al-Bashir varð árið 2009 fyrsti þjóðhöfðingi heims til að vera ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna gruns um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr-héraði. Átökin í Darfúr brutust út árið 2003 og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 300 þúsund manns látið lífið í átökunum og um tvær milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín. Bashir, sem starfaði á sínum tíma sem fallhlífahermaður innan hersins, tókst þrátt fyrir mikinn þrýsting alþjóðasamfélagsins að halda völdum í landinu. Þar til nú. Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Súdan frá því í desember, en hún hófst eftir miklar hækkanir á nauðsynjavörum og eldsneyti. Þannig greindi ríkisstjórn landsins frá því að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur hafa mótmælin svo snúist upp í kröfu um afsögn hins þaulsetna forseta. Bashir lýsti yfir neyðarástandi í landinu í febrúar þar sem bann var lagt við fjöldasamkomum og mótmælum. Súdönsk yfirvöld hafa greint frá því að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í mótmælunum síðustu mánuði.Omar al-Bashir.EPAMannskætt borgarastríð Alþjóðasamfélagið, meðal annars stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Bashirs að lýsa yfir neyðarástandi og beindi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna því til stjórnvalda í Súdan að tafarlaust aflýsa neyðarástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið ákærður og eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum hefur Bashir getað heimsótt fjölda Afríkuríkja, auk Kína, Malasíu og Sádí-Arabíu. Ekkert ríkið ákvað þó að framselja hann til Alþjóðaglæpadómstólsins. Í valdatíð hans stóð yfir langt og mannsætt borgarastríð þar sem landinu var skipt upp í tvo hluta árið 2011. Varð þá til Suður-Súdan, þar sem íbúar eru að stærstum hluta kristnir, en íbúar Súdans eru flestir arabar og múslimar. Á árunum 1991 til 1996 hélt Bashir hlífðarskildi yfir leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, Osama bin Laden. Eftir hryðjuverkaárásirnar gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998, þar sem rúmlega tvö hundruð manns fórust, lét Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, gera sprengjuárásir á verksmiðju í Súdan sem var talin tengjast bin Laden.Mótmælendur fagna.GettyLítið vitað um einkalíf forsetans Mr Bashir fæddist árið 1944 en foreldrar hans voru bændur í norðurhluta landsins, sem var þá hluti Egyptalands. Tilheyrir hann bedúínaættbálknum Al-Bedairyya Al-Dahmashyya. Hann gekk til liðs við egypska herinn ungur að árum og tók þátt í stríði Egypta og Ísraels árið 1973. Lítið er vitað um einkalíf forsetans. Hann á ekki börn og á sextugsaldri gekk hann að eiga aðra eiginkonu sína, ekkju Ibrahim Shams al-Din sem álitinn er stríðshetja í landinu. Suður-Súdan Súdan Tengdar fréttir Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 1989. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og mánuði og berast nú fréttir af miklum fagnaðarlátum meðal mótmælenda í höfuðborginni Kartúm. Tilkynningar hersins er beðið með eftirvæntingu. Með afsögn al-Bashir myndi einn alræmdasti þjóðarleiðtogi heims hverfa af valdastóli en hann hefur áður verið ákærður vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs í Darfúr-héraði í Súdan og hýsti um tíma hryðjuverkamanninn Osama bin Laden. Al-Bashir komst til valda í Súdan fyrir um þrjátíu árum, eða árið 1989. Fór hann þá fyrir valdaráni hersins sem kom hinum lýðræðislega kjörna forseta Sadiq al-Mahdi frá völdum. Árið 1993 tók hann formlega við stöðu forseta landsins en frá vandaráninu hafði hann stýrt landinu sem formaður svokallaðs byltingarráðs.Andstæðingar forsetans hafa fagnað í Kartúm í morgun.EPAÞjóðarmorð og stríðsglæpir Omar al-Bashir varð árið 2009 fyrsti þjóðhöfðingi heims til að vera ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna gruns um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr-héraði. Átökin í Darfúr brutust út árið 2003 og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 300 þúsund manns látið lífið í átökunum og um tvær milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín. Bashir, sem starfaði á sínum tíma sem fallhlífahermaður innan hersins, tókst þrátt fyrir mikinn þrýsting alþjóðasamfélagsins að halda völdum í landinu. Þar til nú. Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Súdan frá því í desember, en hún hófst eftir miklar hækkanir á nauðsynjavörum og eldsneyti. Þannig greindi ríkisstjórn landsins frá því að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur hafa mótmælin svo snúist upp í kröfu um afsögn hins þaulsetna forseta. Bashir lýsti yfir neyðarástandi í landinu í febrúar þar sem bann var lagt við fjöldasamkomum og mótmælum. Súdönsk yfirvöld hafa greint frá því að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í mótmælunum síðustu mánuði.Omar al-Bashir.EPAMannskætt borgarastríð Alþjóðasamfélagið, meðal annars stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Bashirs að lýsa yfir neyðarástandi og beindi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna því til stjórnvalda í Súdan að tafarlaust aflýsa neyðarástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið ákærður og eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum hefur Bashir getað heimsótt fjölda Afríkuríkja, auk Kína, Malasíu og Sádí-Arabíu. Ekkert ríkið ákvað þó að framselja hann til Alþjóðaglæpadómstólsins. Í valdatíð hans stóð yfir langt og mannsætt borgarastríð þar sem landinu var skipt upp í tvo hluta árið 2011. Varð þá til Suður-Súdan, þar sem íbúar eru að stærstum hluta kristnir, en íbúar Súdans eru flestir arabar og múslimar. Á árunum 1991 til 1996 hélt Bashir hlífðarskildi yfir leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, Osama bin Laden. Eftir hryðjuverkaárásirnar gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998, þar sem rúmlega tvö hundruð manns fórust, lét Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, gera sprengjuárásir á verksmiðju í Súdan sem var talin tengjast bin Laden.Mótmælendur fagna.GettyLítið vitað um einkalíf forsetans Mr Bashir fæddist árið 1944 en foreldrar hans voru bændur í norðurhluta landsins, sem var þá hluti Egyptalands. Tilheyrir hann bedúínaættbálknum Al-Bedairyya Al-Dahmashyya. Hann gekk til liðs við egypska herinn ungur að árum og tók þátt í stríði Egypta og Ísraels árið 1973. Lítið er vitað um einkalíf forsetans. Hann á ekki börn og á sextugsaldri gekk hann að eiga aðra eiginkonu sína, ekkju Ibrahim Shams al-Din sem álitinn er stríðshetja í landinu.
Suður-Súdan Súdan Tengdar fréttir Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51