Barcelona vann 1-0 sigur á Old Trafford. Það voru þó ekki Börsungar sem skoruðu markið því Luke Shaw varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Í Hollandi voru skoruð tvö mörk. Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir gegn Ajax en David Neres jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Þar við sat.
Bæði þessi lið mætast aftur í næstu viku en þá eigast liðin við á þriðjudag. Þá ræðst hvaða lið fara áfram í undanúrslitin í sterkustu deild Evrópu.
Mörkin úr leikjunum má sjá hér að neðan.
Man. United - Barcelona 0-1:
Ajax - Juventus 1-1: