„Væri heimskulegt að nýta sér það ekki" Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. apríl 2019 21:46 Brittanny í leik í vetur. vísir/bára Keflavík vann í kvöld Stjörnuna 91-67 í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. Staðan í einvíginu fyrir leik var 2-0 fyrir Stjörnunni svo sigur í kvöld var nauðsynlegur fyrir Keflavík. Brittany Dinkins leikmaður Keflavíkur var skiljanlega mjög ánægð eftir leik kvöldsins. Brittany fann ekki skotið sitt nægilega vel í seinustu leikjum. Í kvöld var hún hinsvegar á eldi á köflum og skoraði 36 stig úr 24 skotum. „Í hinum leikjunum var ég oft að hika og hafa áhyggjur af að koma liðsfélögum mínum inn í leikinn. Í kvöld fór ég bara aftur í þau atriði sem komu okkur í gegnum deildarkeppnina. Þetta byrjaði hjá mér, ég vissi að ef ég kæmist aftur í gang þá værum við líklegar til að vinna.” „Í fyrstu tveimur leikjunum var ég ekki að leita að skotunum mínum en í kvöld var ég að því og þau voru heldur betur að detta niður.” Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðs við Keflavíkur í lok deildarkeppnarinnar. Brittany hafði aldrei áður spilað með Söru en það sást vel í kvöld að þær geta spilað frábærlega saman. „Ég elska Söru. Ég gjörsamlega elska hana. Hún er algjörlega sá leikmaður sem við þurftum á að halda. Við erum eina liðið sem er bara með amerískan leikmann en engan Bosman-leikmann.” „Sara býr yfir miklum gæðum og að hún sé íslenskur leikmaður gefur okkur mjög mikið. Hún býr til mikið pláss fyrir mig til að búa mér til færi. Sömuleiðis getur hún líka gert sína hluti sóknarlega.” Bríet Sif Hinriksdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir voru ekki með Stjörnunni í kvöld en þær voru báðar meiddar. Keflavík nýttu sér það en Stjarnan er ekki með sömu breidd og Keflavík. „Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hafði. Allar þær sem spila eru í körfuboltaliði svo þær ættu að vera nokkuð góðar. Ef leikmenn eru meiddir verða aðrir leikmenn að koma inn og fylla í skarðið.” „Þetta er úrslitakeppnin. Þeir leikmenn sem reima á sig skóna spila og það er bara þannig. Þær voru með meiðsli og við nýttum okkur það augljóslega en það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.” Serían fer aftur í Garðarbæinn á sunnudaginn þar sem Keflavík getur jafnað. Endurkoma frá Keflavík í þessari seríu væri mögnuð en þær ætla ekki að missa sig í gleðinni yfir að vinna einn leik. „Mér líður vel fyrir næsta leik. Ég ætla samt ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Ég bara svöng og þetta gerir mig bara svengri. Við vitum að við þurfum að taka þetta einn leik í einu. Við erum ekkert að flýta okkur, við náðum bara í þennan fyrsta sigur.” „Við ætlum að skoða hvað við gerðum vel í kvöld. Við ætlum að halda áfram að gera þá hluti í næsta leik og við ætlum að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við vitum að þær eru ekki lið sem hættir. Þær munu koma inn í þann leik og reyna að klára seríuna.” Verður þú Íslandsmeistari í vor? „Markmiðið er að standa uppi sem Íslandsmeistari. Ég er manneskja sem vill standa við orð sín. Eins og ég spilaði fyrstu tvo leikina hefði maður ekki haldið að við gætum unnið titilinn. En markmiðið er að verða Íslandsmeistari það er eina sem ég get sagt þér. Markmiðið er enn í sjónmáli en við ætlum bara að taka þetta einn leik í einu.” Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30 Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Keflavík vann í kvöld Stjörnuna 91-67 í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. Staðan í einvíginu fyrir leik var 2-0 fyrir Stjörnunni svo sigur í kvöld var nauðsynlegur fyrir Keflavík. Brittany Dinkins leikmaður Keflavíkur var skiljanlega mjög ánægð eftir leik kvöldsins. Brittany fann ekki skotið sitt nægilega vel í seinustu leikjum. Í kvöld var hún hinsvegar á eldi á köflum og skoraði 36 stig úr 24 skotum. „Í hinum leikjunum var ég oft að hika og hafa áhyggjur af að koma liðsfélögum mínum inn í leikinn. Í kvöld fór ég bara aftur í þau atriði sem komu okkur í gegnum deildarkeppnina. Þetta byrjaði hjá mér, ég vissi að ef ég kæmist aftur í gang þá værum við líklegar til að vinna.” „Í fyrstu tveimur leikjunum var ég ekki að leita að skotunum mínum en í kvöld var ég að því og þau voru heldur betur að detta niður.” Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðs við Keflavíkur í lok deildarkeppnarinnar. Brittany hafði aldrei áður spilað með Söru en það sást vel í kvöld að þær geta spilað frábærlega saman. „Ég elska Söru. Ég gjörsamlega elska hana. Hún er algjörlega sá leikmaður sem við þurftum á að halda. Við erum eina liðið sem er bara með amerískan leikmann en engan Bosman-leikmann.” „Sara býr yfir miklum gæðum og að hún sé íslenskur leikmaður gefur okkur mjög mikið. Hún býr til mikið pláss fyrir mig til að búa mér til færi. Sömuleiðis getur hún líka gert sína hluti sóknarlega.” Bríet Sif Hinriksdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir voru ekki með Stjörnunni í kvöld en þær voru báðar meiddar. Keflavík nýttu sér það en Stjarnan er ekki með sömu breidd og Keflavík. „Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hafði. Allar þær sem spila eru í körfuboltaliði svo þær ættu að vera nokkuð góðar. Ef leikmenn eru meiddir verða aðrir leikmenn að koma inn og fylla í skarðið.” „Þetta er úrslitakeppnin. Þeir leikmenn sem reima á sig skóna spila og það er bara þannig. Þær voru með meiðsli og við nýttum okkur það augljóslega en það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.” Serían fer aftur í Garðarbæinn á sunnudaginn þar sem Keflavík getur jafnað. Endurkoma frá Keflavík í þessari seríu væri mögnuð en þær ætla ekki að missa sig í gleðinni yfir að vinna einn leik. „Mér líður vel fyrir næsta leik. Ég ætla samt ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Ég bara svöng og þetta gerir mig bara svengri. Við vitum að við þurfum að taka þetta einn leik í einu. Við erum ekkert að flýta okkur, við náðum bara í þennan fyrsta sigur.” „Við ætlum að skoða hvað við gerðum vel í kvöld. Við ætlum að halda áfram að gera þá hluti í næsta leik og við ætlum að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við vitum að þær eru ekki lið sem hættir. Þær munu koma inn í þann leik og reyna að klára seríuna.” Verður þú Íslandsmeistari í vor? „Markmiðið er að standa uppi sem Íslandsmeistari. Ég er manneskja sem vill standa við orð sín. Eins og ég spilaði fyrstu tvo leikina hefði maður ekki haldið að við gætum unnið titilinn. En markmiðið er að verða Íslandsmeistari það er eina sem ég get sagt þér. Markmiðið er enn í sjónmáli en við ætlum bara að taka þetta einn leik í einu.”
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30 Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30