Velferðarnefnd vill auka vægi sjúkraflutningamanna utan spítala Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. apríl 2019 17:45 Velferðarnefnd bendir á að mikilvægt sé að hafa í huga að rétt fyrstu viðbrögð og sú meðferð sem veitt er á milli slysstaðar og heilbrigðisstofnunar geta skipt sköpum um líf og heilsu manna. Vísir/Vilhelm Velferðarnefnd Alþingis mun á næstu dögum leggja fram þingályktunartillögu þar sem lagt er til að mótuð verði stefna um um bráðaþjónustu utan spítala. Lagt er til að Alþingi álykti um að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Markmiðið er að formfesta samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu innan hennar og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa, veikinda eða í öðrum neyðartilvikum. Vilhjálmur Árnasson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, mun flytja þingsályktunartillöguna á Alþingi fyrir hönd Velferðarnefndar sem hóf frumkvæðisskoðun á málaflokkum en nefndin leggur þessar breytingar til sem gerðar eru til þess að styrkja þjónustuna. Þverpólitísk samstaðar er innan Velferðarnefndarinnar um málið. Við vinnslu tillögunnar fékk nefndin á fund til sín fulltrúa frá Velferðarráðuneytinu, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Sjúkraflutningamenn sinna starfi í Þjóðgarðinum á Þingvöllum á sérstakri bifreið. Sjúkrabíll er svo fengin til aðstoðar í útköllum.Vísir/JóhannKÞjónusta utan spítala við slasaða og veika orðin stærri þáttur Í tillögunni segir að vægi sjúkra- og neyðarflutninga innan heilbrigðiskerfisins hafi aukist töluvert síðustu ár. Ýmsir þættir hafa valdið því að tíðni útkalla og þær kröfur sem gerðar eru til þjónustunnar hafa aukist. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fjölgun ferðamanna, fækkun fæðingarstaða og lokanir skurðstofa hafa átt stóran þátt í þeirri þróun. „Samhliða breyttum aðstæðum hefur tækninni fleygt fram og möguleikar sjúkraflutningamanna og bráðatækna til þess að bjarga mannslífum eða koma í veg fyrir varanlegt tjón, svo sem örorku, vegna alvarlegra slysa meiri en áður hefur verið. Mikilvægt er að hafa í huga að rétt fyrstu viðbrögð og sú meðferð sem veitt er á milli slysstaðar og heilbrigðisstofnunar geta skipt sköpum um líf og heilsu manna. Öflug bráðaþjónusta utan spítala er því nauðsynlegur hlekkur í öflugu heilbrigðiskerfi,“ segir jafnframt í þingsályktunartillögunni.Velferðarnefnd vill efla störf sjúkra- og neyðarflutningamanna utan spítalaVísir/VilhelmSkortur á yfirsýn og framtíðarstefnu Ástæða þess að Velferðarnefnd tók málið til skoðunar eru athuganir á vegum stjórnvalda og sérfræðinga innan heilbrigðisþjónustunnar á því hvernig best sé að bregðast við auknu mikilvægi þjónustunnar í samræmi við framangreint markmið en málið hefur verið til skoðunar undanfarið ár. Í tillögunni segir að í dag vanti yfirsýn og framtíðarstefnu í þjónustunni og verkaskiptin og dreifing ábyrgðar hefur verið óljós. Við skoðun nefndarinnar kom meðal annars fram að starf yfirlæknis utanspítalaþjónustu væri aðeins 50% starf í dag, og að það dygði ekki til þess að sinna því uppbyggingarstarfi og gæðaeftirliti sem málaflokkurinn þarf.Vísir/Vilhelm50% starf yfirlæknis utanspítalaþjónustu í dag dugar ekki Við skoðun nefndarinnar kom meðal annars fram að starf yfirlæknis utanspítalaþjónustu væri aðeins 50% starf í dag, og að það dygði ekki til þess að sinna því uppbyggingarstarfi og gæðaeftirliti sem málaflokkurinn þarf. Þá þarf að skilgreina betur hlutverk fagráðs sjúkraflutninga og koma á fót miðstöð eða samstarfsvettvang sérfræðinga í málaflokknum svo tryggt verði samráðvettvangur um skipulag þjónustunnar. Þá er vilji til þess að bæta menntun sjúkraflutningamanna enn betur. Vilji til að stofna utanspítalaþjónustu Með stofnun miðstöðvar utanspítalaþjónustu væri hægt að tryggja að vinnuferlar sjúkraflutningamanna, námskrá sjúkraflutningaskólans, þjónustuviðmið, endurmenntun og gæðaeftirlit með þjónustunni væri samræmt. Þannig mundi skapast betri yfirsýn yfir þá menntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við þjónustuna. Bent er á þann árangur sem náðst hefur með stofnun Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og Mennta- og þróunarseturs lögreglunnar sem hefur það lögbundna hlutverk að annast starfsnám nema í lögreglufræðum, hafa umsjón með símenntun lögreglumanna auk annarra verkefna er tengjast starfsemi lögreglunnar. Velferðarnefnd að störfum. Mynd úr safniVísir/Vilhelm Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Segir sjúkraþyrlu geta skipt sköpum í sambærilegum slysum Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. 22. maí 2018 20:15 Aukið viðbragð á Þingvöllum hrein viðbót á Suðurlandi Gjöld af þjónustu í þjóðgarðinum notuð til að kosta þjónustuna 1. júní 2018 18:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis mun á næstu dögum leggja fram þingályktunartillögu þar sem lagt er til að mótuð verði stefna um um bráðaþjónustu utan spítala. Lagt er til að Alþingi álykti um að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Markmiðið er að formfesta samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu innan hennar og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa, veikinda eða í öðrum neyðartilvikum. Vilhjálmur Árnasson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, mun flytja þingsályktunartillöguna á Alþingi fyrir hönd Velferðarnefndar sem hóf frumkvæðisskoðun á málaflokkum en nefndin leggur þessar breytingar til sem gerðar eru til þess að styrkja þjónustuna. Þverpólitísk samstaðar er innan Velferðarnefndarinnar um málið. Við vinnslu tillögunnar fékk nefndin á fund til sín fulltrúa frá Velferðarráðuneytinu, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Sjúkraflutningamenn sinna starfi í Þjóðgarðinum á Þingvöllum á sérstakri bifreið. Sjúkrabíll er svo fengin til aðstoðar í útköllum.Vísir/JóhannKÞjónusta utan spítala við slasaða og veika orðin stærri þáttur Í tillögunni segir að vægi sjúkra- og neyðarflutninga innan heilbrigðiskerfisins hafi aukist töluvert síðustu ár. Ýmsir þættir hafa valdið því að tíðni útkalla og þær kröfur sem gerðar eru til þjónustunnar hafa aukist. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fjölgun ferðamanna, fækkun fæðingarstaða og lokanir skurðstofa hafa átt stóran þátt í þeirri þróun. „Samhliða breyttum aðstæðum hefur tækninni fleygt fram og möguleikar sjúkraflutningamanna og bráðatækna til þess að bjarga mannslífum eða koma í veg fyrir varanlegt tjón, svo sem örorku, vegna alvarlegra slysa meiri en áður hefur verið. Mikilvægt er að hafa í huga að rétt fyrstu viðbrögð og sú meðferð sem veitt er á milli slysstaðar og heilbrigðisstofnunar geta skipt sköpum um líf og heilsu manna. Öflug bráðaþjónusta utan spítala er því nauðsynlegur hlekkur í öflugu heilbrigðiskerfi,“ segir jafnframt í þingsályktunartillögunni.Velferðarnefnd vill efla störf sjúkra- og neyðarflutningamanna utan spítalaVísir/VilhelmSkortur á yfirsýn og framtíðarstefnu Ástæða þess að Velferðarnefnd tók málið til skoðunar eru athuganir á vegum stjórnvalda og sérfræðinga innan heilbrigðisþjónustunnar á því hvernig best sé að bregðast við auknu mikilvægi þjónustunnar í samræmi við framangreint markmið en málið hefur verið til skoðunar undanfarið ár. Í tillögunni segir að í dag vanti yfirsýn og framtíðarstefnu í þjónustunni og verkaskiptin og dreifing ábyrgðar hefur verið óljós. Við skoðun nefndarinnar kom meðal annars fram að starf yfirlæknis utanspítalaþjónustu væri aðeins 50% starf í dag, og að það dygði ekki til þess að sinna því uppbyggingarstarfi og gæðaeftirliti sem málaflokkurinn þarf.Vísir/Vilhelm50% starf yfirlæknis utanspítalaþjónustu í dag dugar ekki Við skoðun nefndarinnar kom meðal annars fram að starf yfirlæknis utanspítalaþjónustu væri aðeins 50% starf í dag, og að það dygði ekki til þess að sinna því uppbyggingarstarfi og gæðaeftirliti sem málaflokkurinn þarf. Þá þarf að skilgreina betur hlutverk fagráðs sjúkraflutninga og koma á fót miðstöð eða samstarfsvettvang sérfræðinga í málaflokknum svo tryggt verði samráðvettvangur um skipulag þjónustunnar. Þá er vilji til þess að bæta menntun sjúkraflutningamanna enn betur. Vilji til að stofna utanspítalaþjónustu Með stofnun miðstöðvar utanspítalaþjónustu væri hægt að tryggja að vinnuferlar sjúkraflutningamanna, námskrá sjúkraflutningaskólans, þjónustuviðmið, endurmenntun og gæðaeftirlit með þjónustunni væri samræmt. Þannig mundi skapast betri yfirsýn yfir þá menntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við þjónustuna. Bent er á þann árangur sem náðst hefur með stofnun Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og Mennta- og þróunarseturs lögreglunnar sem hefur það lögbundna hlutverk að annast starfsnám nema í lögreglufræðum, hafa umsjón með símenntun lögreglumanna auk annarra verkefna er tengjast starfsemi lögreglunnar. Velferðarnefnd að störfum. Mynd úr safniVísir/Vilhelm
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Segir sjúkraþyrlu geta skipt sköpum í sambærilegum slysum Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. 22. maí 2018 20:15 Aukið viðbragð á Þingvöllum hrein viðbót á Suðurlandi Gjöld af þjónustu í þjóðgarðinum notuð til að kosta þjónustuna 1. júní 2018 18:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
„Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19
Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45
Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30
Segir sjúkraþyrlu geta skipt sköpum í sambærilegum slysum Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. 22. maí 2018 20:15
Aukið viðbragð á Þingvöllum hrein viðbót á Suðurlandi Gjöld af þjónustu í þjóðgarðinum notuð til að kosta þjónustuna 1. júní 2018 18:45