Hjúkrunarfræðingar afar ósáttir við Katrínu Fjeldsted lækni Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2019 11:02 Katrín strýkur hjúkrunarfræðingum öfugt með pistli sínum. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti. Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti.
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira