Knattspyrnusamband Evrópu tók þá ákvörðun að notast við þessa tækni frá og með 16-liða úrslitunum á núverandi leiktíð í Meistaradeild Evrópu. Hún er þó komin til að vera og verður við lýði frá og með umspilsumferð Meistaradeildarinnar í lok ágúst.
Dómurum er heimilt að grípa til myndbandadómgæslu þegar atvik varða mörk, vítaspyrnudóma, bein rauð spjöld og þegar dæmt er á rangan leikmann.
Í leiknum í gær voru myndbandadómarar notaðir þegar vítaspyrna var dæmd á Danny Rose, varnarmann Tottenham, fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sergio Agüero lét þó hins vegar Hugo Lloris verja frá sér vítaspyrnuna.

Bæði atvik má sjá efst í fréttinni.