Fiskistofa rannsakar að minnsta kosti sjö skip og báta vegna meints ólöglegs brottkasts Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2019 14:00 Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir minnsta kosti fjögur mál hafa komið upp nýlega hjá stofnuninni að viðbættum þeim sem Landhelgisgæslan sagði frá í síðustu viku. Skjáskot/Stöð 2 Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts Fyrir helgi var greint frá því að Landhelgisgæslan hefði náð myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Málið væri litið alvarlegum augum og Fiskistofa væri með það til skoðunar. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir að stofnunin hafi að minnsta kosti fjögur önnur mál til rannsóknar vegna meints ólöglegs brottkasts. Við eftirlit hafi verið notaður langdrægur kíkir sem sé nýmæli hjá stofnuninn og stuðst sé við myndir. „Við erum með nokkur önnur mál sem eru upprunnin hjá okkur sem gefa mjög sterkar vísbendingar að um brottkast og suma staðar er mjög augljóslega um brottkast að ræða. Við erum að vinna úr þeim og koma í ferli,“ segir Eyþór. Hann segir þetta litið alvarlegum augum. „Við sjáum fram á umfangsmikið brottkast. Þessi gögn sýna á stuttum tíma brottkast nokkura fiska sem gefur til kynna að það kunni að vera umfangsmikið,“ segir Eyþór. Hann segir að þau mál sem hafi komið upp hjá Landhelgisgæslunni séu til rannsóknar hjá stofnuninni ásamt þeim fjórum sem stofnunin er nú með til meðferðar. Mál sem þessi geti verið flókin og því erfitt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki á þessum málum sjö málum. „Við erum að skoða þessi mál núna og í framhaldinu kemur í ljós hvort og hvað fer í stjórnsýslumeðferð,“ segir Eyþór. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts Fyrir helgi var greint frá því að Landhelgisgæslan hefði náð myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Málið væri litið alvarlegum augum og Fiskistofa væri með það til skoðunar. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir að stofnunin hafi að minnsta kosti fjögur önnur mál til rannsóknar vegna meints ólöglegs brottkasts. Við eftirlit hafi verið notaður langdrægur kíkir sem sé nýmæli hjá stofnuninn og stuðst sé við myndir. „Við erum með nokkur önnur mál sem eru upprunnin hjá okkur sem gefa mjög sterkar vísbendingar að um brottkast og suma staðar er mjög augljóslega um brottkast að ræða. Við erum að vinna úr þeim og koma í ferli,“ segir Eyþór. Hann segir þetta litið alvarlegum augum. „Við sjáum fram á umfangsmikið brottkast. Þessi gögn sýna á stuttum tíma brottkast nokkura fiska sem gefur til kynna að það kunni að vera umfangsmikið,“ segir Eyþór. Hann segir að þau mál sem hafi komið upp hjá Landhelgisgæslunni séu til rannsóknar hjá stofnuninni ásamt þeim fjórum sem stofnunin er nú með til meðferðar. Mál sem þessi geti verið flókin og því erfitt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki á þessum málum sjö málum. „Við erum að skoða þessi mál núna og í framhaldinu kemur í ljós hvort og hvað fer í stjórnsýslumeðferð,“ segir Eyþór.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53