Engar vísbendingar um hver brennuvargurinn er Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 11:13 Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. Vísir Enginn er grunaður um að hafa kveikt eld í bílageymslu á Sléttuvegi 7 að morgni páskadags. Talið er að eldur hafi kviknað af manna völdum en rannsókn lögreglu hefur ekki beint sjónum að brennuvargnum. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir að enginn hafi verið yfirheyrður og enginn hafi stöðu grunaðs. Komi ekki fram nýjar upplýsingar verði rannsókn hætt. Niðurstaða frumrannsóknar lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. Ekki mátti miklu muna að reykur bærist í stigagang hússins en slökkviliði tókst að forða því. Bensínbrúsi fannst á vettvangi. Jóhann Karl segir að til skoðunar hafi verið hvort einhverjar deilur hefðu mögulega verið kveikjan að brunanum. Sú athugun hafi engu skilað til þessa. Tíu bílar voru inni í bílageymslunni, margir þeirra sérútbúnir fyrir hreyfihamlaða. Húsnæðið er í eigu Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands. Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags hefur sagt tryggingamál félagsins í góðu lagi. Allt tjón ætti samkvæmt því að fást bætt. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ sagði Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu, í viðtali eftir brunann. Hann er einn fjölmargra íbúa í húsinu sem reiða sig á sérútbúna bíla til að komast á milli staða. Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldurinn í bílageymslunni kviknaði af mannavöldum Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. 23. apríl 2019 11:46 Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og margir íbúanna hreyfihamlaðir og reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. 22. apríl 2019 18:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Enginn er grunaður um að hafa kveikt eld í bílageymslu á Sléttuvegi 7 að morgni páskadags. Talið er að eldur hafi kviknað af manna völdum en rannsókn lögreglu hefur ekki beint sjónum að brennuvargnum. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir að enginn hafi verið yfirheyrður og enginn hafi stöðu grunaðs. Komi ekki fram nýjar upplýsingar verði rannsókn hætt. Niðurstaða frumrannsóknar lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. Ekki mátti miklu muna að reykur bærist í stigagang hússins en slökkviliði tókst að forða því. Bensínbrúsi fannst á vettvangi. Jóhann Karl segir að til skoðunar hafi verið hvort einhverjar deilur hefðu mögulega verið kveikjan að brunanum. Sú athugun hafi engu skilað til þessa. Tíu bílar voru inni í bílageymslunni, margir þeirra sérútbúnir fyrir hreyfihamlaða. Húsnæðið er í eigu Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands. Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags hefur sagt tryggingamál félagsins í góðu lagi. Allt tjón ætti samkvæmt því að fást bætt. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ sagði Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu, í viðtali eftir brunann. Hann er einn fjölmargra íbúa í húsinu sem reiða sig á sérútbúna bíla til að komast á milli staða.
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldurinn í bílageymslunni kviknaði af mannavöldum Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. 23. apríl 2019 11:46 Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og margir íbúanna hreyfihamlaðir og reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. 22. apríl 2019 18:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Eldurinn í bílageymslunni kviknaði af mannavöldum Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. 23. apríl 2019 11:46
Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54
Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og margir íbúanna hreyfihamlaðir og reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. 22. apríl 2019 18:45