Nýtt Íslandsmet í sleggjukasti karla var sett í Bandaríkjunum í gærkvöldi þegar Hilmar Örn Pétursson úr FH kastaði sleggjunni 75,26 metra.
Hann bætti þar með ellefu ára gamalt met Bergs Inga Péturssonar sem var 74,48 metrar.
Hilmar Örn stundar nám og keppir í sleggjukasti fyrir University of Virginia vestanhafs og hefur verið að kasta vel að undanförnu. Hann kastaði sleggjunni 72,21 metra á sínu fyrsta móti í byrjun apríl á þessu ári en það var lengra en hann kastaði allt árið 2018.
Fyrir rúmri viku bætti Hilmar sinn besta árangur með því að kasta 73,13 metra og í gær eignaði hann sér svo Íslandsmetið.
Hilmar Örn með nýtt Íslandsmet í sleggjukasti
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn






