Innlent

Ógnaði vegfaranda með eftirlíkingu af skotvopni

Kjartan Kjartansson skrifar
Sex ökumenn voru handteknir, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Sex ökumenn voru handteknir, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm
Karlmaður sem var handtakinn í Reykjavík í nótt er grunaður um að hafa brotið vopnalög. Hann er sagður hafa ógnað öðrum vegfaranda með eftirlíkingu af skotvopni.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Þar segir að skemmtanahald hafi farið þokkalega fram en að sex ökumenn hafi verið handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Á meðal þeirra er sagður maðurinn sem er grunaður um að hafa brotið vopnalög með því að hafa eftirlíkinguna af skotvopni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×