Valsliðið varð því deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í vetur en biðin hefur verið löng á Hlíðarenda eftir þeim stóra; sjálfum Íslandmseistaratitlinum.
Það eru nefnilega liðin 36 ár, einn mánuður og sex dagar frá því að Valur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Það gerði karlalið félagsins árið 1986.
Valur á nú Íslandsmeistaralið í körfubolta í fyrsta sinn í 433 mánuði og 6 daga (36 ár, 1 mánuður og 6 dagar). Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í dag 27. apríl 2019 eða 13.186 dögum eftir að karlalið Vals Íslandsmeistari síðast 21. mars 1983. #körfubolti#karfanpic.twitter.com/wk6ZiubUdY
— Óskar Ófeigur (@oojstats) April 27, 2019
Þá, eins og nú, unnu Valsmenn Keflavík í úrslitaleiknum um titilinn en þeir unnu þrefalt það tímabil.
Það árið var þó enginn deildarmeistaratitill svo þrennan innihélt Reykjavíkurmeistaratitill, bikarinn og svo sjálft Íslandsmótið.
Fjögur félög Íslandsmeistarar í kvennakörfunni á síðustu fjórum árum. Snæfell 2016, Keflavík 2017, Haukar 2018 og Valur 2019. Gerðist líka frá 2009 til 2012 (Haukar 2009, KR 2010, Keflavík 2011 og Njarðvík 2012). #körfubolti#karfan
— Óskar Ófeigur (@oojstats) April 27, 2019